Fréttir
Skýrsla um húsnæðismál Reglunnar
05. október, 2011Í janúar 2011 skipaði stjórn Stórstúkunnar sex reglusystkin í nefnd til þess að skoða stöðu
húsnæðismála Oddfellowreglunnar á suð-vestur hluta landsins og vinna tillögur að úrbótum.
Vísað er til þess í erindisbréfi að ekki er talið mögulegt að stofna nýjar Regludeildir við óbreytt ástand á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og þrengsli eru orðin um einstakar Regludeildir. Nefndinni var falið:
LESA MEIRA
Ný grundvallarlög á innri síðu
22. september, 2011 Ný grundvallarlög fyrir bræðra- og Rebekkustúkur, sem samþykkt voru á 34. þingi hinnar óháðu Oddfellowreglu á
Íslandi, I.O.O.F., í maí 2011 hafa nú verið sett á innri síðu á heimasíðu Reglunnar.
LESA MEIRA
Samskipti Regludeilda rædd á yfir- og undirmeistarafundi
15. september, 2011Fundur yfir- og undirmeistara var haldinn í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti dagana 2. og 3. september sl. Um 90 bræður og systur sóttu fundinn, sem
hófst á föstudegi klukkan 17:00, með leiðtoganámskeiði í boði Stórstúkunnar. Br. Reynir Kristinsson stýrði
námskeiðinu, sem hann nefndi "Stjórnandinn – leiðtoginn - yfirmeistarinn". Á námskeiðinu var unnið í hópum og umræður
frjálsar um þau álitamál sem upp komu á glærum þeim, sem námskeiðið byggði á. Námskeiðinu lauk um klukkan
21:00.
LESA MEIRA
Landsmót Oddfellowa haldið 20. ágúst
31. ágúst, 2011Landsmót Oddfellowa í golfi var haldið í Vestmannaeyjum 20. ágúst nk. Nokkra myndir frá mótinu komnar í myndasafn.
Myndasafnið..
LESA MEIRA
Fundur yfir- og undirmeistara í Reykjavík
15. ágúst, 2011Fundur yfir- og undirmeistara verður haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík dagana 2. –
3. september 2011. Föstudaginn 2. september, klukkan 17.00, verður afhending fundargagna og fundurinn síðan settur klukkan 17.15.
LESA MEIRA
Oddfellowreglan styrkir myndlistanám barna og unglinga
14. júní, 2011Oddfellowreglan á Íslandi veitti nýverið styrki til barna- og unglingastarfs í þremur myndlistaskólum, á Akureyri, í Kópavogi og
í Reykjavík, samtals að upphæð þremur milljónum króna. Styrkirnir eru veittir úr svonefndum Lista- og vísindasjóði
Oddfellowreglunnar, og er styrkveiting til listsköpunar nýbreytni í starfi Oddfellowrglunnar.
LESA MEIRA
5. fundur Stórstúku Evrópu - Guðlaug Björg Björnsdóttir kosin stórritari Evrópu
01. júní, 20115. fundur Stórstúku Evrópu var haldinn í Helsinki í Finnlandi dagana 27.-29. maí 2011. Fundurinn hófst á föstudagseftirmiðdegi með
fundarsetningu og veitingu stigs Stórstúku Evrópu, Vísdómsstigsins. Að þessu sinni var 167 félögum hinna ýmsu Stórstúkna
í Evrópu veitt Vísdómsstigið en stigið hefur aldrei verið veitt svo mörgum félögum samtímis.
LESA MEIRA
Oddfellowblaðið, maí 2011 komið á vefinn
30. maí, 2011Oddfellowblaðið, maí 2011 er komið út og hefur verið sett á Innri vefinn til rafrænnar flettingar. Margt fróðlegra og
forvitnilegra greina úr reglustarfinu eru í blaðinu sem fyrr.
LESA MEIRA
Ný Grundvallarlög samþykkt á Stórstúkuþingi
22. maí, 2011Ný Grundvallarlög fyrir bræðra- og Rebekkustúkur voru samþykkt á 34. þingi Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu
á Íslandi, I.O.O.F., sem haldið var í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti dagana 20. til 22. maí 2011. Á þinginu fór fram kjör
fjögurra nýrra embættismanna Stórstúkustjórnar og var str. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru og br. Ásmundur
Friðriksson, St. nr. 13, Nirði, kjörin í embætti varastórsíra og str. Svanhildur Geirarðsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru, og br.
Hlöðver Kjartansson, St. nr. 9, Þormóði goða, í embætti stórritara.
LESA MEIRA
34. Stórstúkuþing haldið 20. - 21. maí
06. maí, 201134. þing Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi verður sett í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10 ,
föstudaginn 20 maí 2011, kl. 20:00 stundvíslega
LESA MEIRA