Fréttir

Oddfellowblaðið, maí 2011 komið á vefinn

30. maí, 2011
Oddfellowblaðið, maí 2011 er komið út og hefur verið sett á Innri vefinn til rafrænnar flettingar. Margt fróðlegra og forvitnilegra greina úr reglustarfinu eru í blaðinu sem fyrr.
LESA MEIRA
Lesa meira

Ný Grundvallarlög samþykkt á Stórstúkuþingi

22. maí, 2011
Ný Grundvallarlög fyrir bræðra- og Rebekkustúkur voru samþykkt á 34. þingi Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi, I.O.O.F., sem haldið var í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti dagana 20. til 22. maí 2011. Á þinginu fór fram kjör fjögurra nýrra embættismanna Stórstúkustjórnar og var str. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru og br. Ásmundur Friðriksson, St. nr. 13, Nirði, kjörin í embætti varastórsíra og str. Svanhildur Geirarðsdóttir, Rbst. nr. 1, Bergþóru, og br. Hlöðver Kjartansson, St. nr. 9, Þormóði goða, í embætti stórritara.
LESA MEIRA
Lesa meira

34. Stórstúkuþing haldið 20. - 21. maí

06. maí, 2011
34. þing Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi verður sett í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10 , föstudaginn 20 maí 2011, kl. 20:00 stundvíslega  
LESA MEIRA
Lesa meira

Útför Gylfa Gunnarssonar, fyrrum stórsírs

03. maí, 2011
Útför  Gylfa Gunnarssonar, fyrrum stórsírs Oddfellowreglunnar á Íslandi, I.O.O.F., var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 3. maí 2011, að viðstöddu fjölmenni. Bræður í St. nr. 16, Snorra goða, stóðu heiðursvörð og embættismenn úr Stórstúku Íslands báru kistuna úr kirkju að lokinni athöfn.
LESA MEIRA
Lesa meira

1 ár frá opnun nýrrar heimsíðu

03. maí, 2011
Nú er liðið eitt ár síðan ný heimasíða Stórstúkunnar, oddfellow.is  leit dagsins ljós en hún var opnuð formlega af hávl. br. Stórsí  Stefáni B. Veturliðasyni  23. apríl 2010.
LESA MEIRA
Lesa meira

Hávirðulegur fyrrum stórsír, br. Gylfi Gunnarsson látinn

25. apríl, 2011
Hávirðulegur fyrrum stórsír, br. Gylfi Gunnarsson lést á heimili sínu að Hlíðarbakka í Fljótshlíð,  aðfararnótt skírdags. Útför br. Gylfa fór fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. maí.  Minningarkort st. nr. 16 Snorra goða má panta á heimasíðu stúkunnar  
LESA MEIRA
Lesa meira

Frá st. nr. 16 Snorra goða

20. apríl, 2011
Laugardaginn 30 apríl Kl.16.00 verður III.stigsfundur að Staðarbergi 2-4. Eftir stigfundinn verður Jóni Otta Sigurðssyni veitt 50 ára fornliðamerki. Öll Reglusystkin velkomin.
LESA MEIRA
Lesa meira

Rebekkubúðir nr. 3, Melkorka, stofnaðar á Akureyri

07. apríl, 2011
Rebekkubúðir nr. 3, Melkorka, voru stofnaðar á Akureyri laugardaginn 2. apríl s.l. Athöfnin fór fram í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3 að viðstöddum fulltrúum úr stjórn Stórstúkunnar, stórembættismönnum og fulltrúum frá öðrum Rebekkustúkum og -búðum á landinu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Tvær nýjar Regludeildir stofnaðar á Akureyri

29. mars, 2011
Tvær nýjar Regludeildir, Rbst. nr. 16, Laufey og St. nr. 25, Rán, voru stofnaðar á Akureyri laugardaginn 26. mars s.l. Athöfnin fór fram í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3, að viðstaddri stjórn Stórstúkunnar, stórembættismönnum og fulltrúum Regludeilda víðs vegar að af landinu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowhelgi á Akureyri

24. mars, 2011
Það verður mikið um að vera á Akureyri um helgina en þá verða stofnaðar tvær nýjar Oddfellowregludeildir, Rb.st nr. 16 Laufey  og St. nr. 25 Rán.
LESA MEIRA
Lesa meira