Fréttir

Oddfellow - skálin 2012 - 2013

01. desember, 2012
Fyrsta umferð í keppni um Oddfellow skálina var spiluð mánudagskvöldið 26.  nóvember. Markmiðið er að koma saman og styrkja félagsauðinn.Spilað verður fjórum sinnum og gilda þrjú bestu skorin til verðlauna
LESA MEIRA
Lesa meira

Kennslumyndbönd komin á Innri síðuna

21. nóvember, 2012
Á innri síðu oddfellow.is hafa nú verið sett kennslumyndbönd í vefumsjónarkerfinu Moya sem reglan og regludeildir nota til viðhalds á heimasíðum sínum. Myndböndin eru gerð sérstaklega fyrir Oddfellowregluna og notuð eru dæmi úr okkar umhverfi.
LESA MEIRA
Lesa meira

Handbók Oddfellowa á Innri síðu

20. nóvember, 2012
Handbók Oddfellowa fyrir árið 2012 er komin í rafræna flettingu á Innri síðu.  Handbókin verður sem fyrr prentuð og dreift á regludeildir en í minna upplagi en áður
LESA MEIRA
Lesa meira

Lofsvert framtak

19. nóvember, 2012
Hvl. stórsír, br. Stefán B. Veturliðason kom á vordögum að máli við br. Gunnar Hans Pálsson í st.nr.11, Þorgeiri, og ræddi við hann um möguleika á því að taka saman Oddfellowblöð sem ekki höfðu verið bundin inn frá árinu 2001. Br. Gunnar brást skjótt við og safnaði saman níu eintökum af hverju blaði og stúkubróðir hans, br. Einar Egilsson, tók að sér að binda blöðin inn í níu bækur í vönduðu bandi. Hver bók er árituð hverju regluheimili sem gjöf frá Stórstúkunni. Er þetta framhald af innbundnum Oddfellowblöðum sem Stórstúkan gaf regluheimilum árið 2000.  
LESA MEIRA
Lesa meira

Tveir bbr. í Bjarna riddara sæmdir Heiðursmerki Oddfellowreglunnar

14. nóvember, 2012
Á hátíðarfundi í st. nr. 14, Bjarna riddara voru tveir bræður í stúkunni sæmdir Heiðursmerki Oddfellowreglunnar þeir Ólafur G. Emilsson og Þorgeir Björnsson.
LESA MEIRA
Lesa meira

Tónlistarstjóri Stórstúkunnar.

12. nóvember, 2012
Á fundi stjórnar Stórstúkunnar þann 24. október sl. var samþykkt að skipa Kjartan Sigurjónsson fm í st. nr. 16, Snorra goða Tónlistarstjóra Stórstúkunnar. Br. Kjartan vígðist í st. nr. 6, Gest 23. febrúar 1976Hann hlaut búðastig 20. nóvember 1979, Rebekkustig 26. janúar 1999 og Stórstúkustig 25. maí 2001 Br. Kjartan var einn stofnenda st. nr. 16, Snorra goða og var yfirmeistari stúkunnar árin 1996 til 1998 og stofnfélagi Ob. nr. 3, Magnúsar 5. maí 1990.    
LESA MEIRA
Lesa meira

Eftirlit í Regludeildum.

12. nóvember, 2012
Árlegt eftirlit Stórstúkunnar í Regludeildum hófst að venju með eftirliti í stúkunum á Selfossi fimmtudaginn 25. október sl. Þá var farið á Akranes, föstudaginn 26. okt. og skoðað þar hjá þremur Regludeildum. Laugardagurinn 26. október var stærsti skoðunardagurinn þegar allar Regludeildir í Vonarstræti eru skoðaðar og því margt um manninn í Regluheimilinu og ys og þys um ganga hússins. Törninni hér á suðvesturhorninu lauk síðan með skoðun í Hafnarfirði á sunnudagsmorgni og í Reykjanesbæ eftir hádegi sama dag.
LESA MEIRA
Lesa meira