Fréttir

Ársfundur Stórstúku Evrópu

30. maí, 2013
Ársfundur Stórstúku Evrópu, GLE var haldinn í Oddfellowhöllinni í Kaupmannahöfn dagana 24. – 26. maí sl. Fundinn sátu fulltrúar allra Stórstúkna álfunnar, auk stórmeistara, fyrrum stórmeistara og ritara Hástúkunnar í Bandaríkjunum, samtals rúmlega 200 Reglusystkin. Á fundinum fóru fram hefðbundin fundarstörf auk þess sem kosið var í stjórn Stórstúkunnar. Í embætti stórsírs Evrópu var kjörinn br. Lars Fryklund fyrrum stórsír frá Svíþjóð, br. varastórsír var kjörinn Tapio Katajmäki fyrrum stórsír frá Finnlandi og str. varastórsír var kjörin Tove Aalborg str. varastórsír Noregs. Str. Guðlaug Björg Björnsdóttir var endurkjörin stórritari. Þá var kosið var í fastanefndir GLE og að þessu sinni var br. stórritari Hlöðver Kjartansson kjörin í laganefnd og br. fv. stórféhirðir Hjörtur Guðbjartsson í útbreiðslunefnd.
LESA MEIRA
Lesa meira

Stórsírar Norðurlanda fengu afhenta mynd

28. maí, 2013
Á Ársfundi GLE í Kaupmannahöf afhenti br. vara-stórsír Ásmundur Friðriksson stórsírum norðurlandanna mynd af síðustu stundum Regluheimilis Oddfellowstúknanna í Vestmanneyjum sem fór undir hraun 27. mars 1973. Nú eru liðin 40 ár frá þeim viðburði en Stórstúkur norðurlandanna aðstoðuðu reglusystkin í Eyjum við uppbygginguna eftir gos. Óhætt er að segja að gjöfin og þakklætið sem henni fylgdi hafi vakið athygli á fundinum og þessi ótrúlegi atburður rifjaður upp.
LESA MEIRA
Lesa meira

Gróðursetningardagurin 2013

21. maí, 2013
Gróðursetningardagurinn verður miðvikudaginn 29. maí nk. Kl 17:00. Við Oddfellowar höfum frá upphafi borið hitann og þungann af þessu mikilvæga og skemmtilega starfi sem gróðursetningin á þessu svæði okkar er.
LESA MEIRA
Lesa meira

St. nr. 28, ATLI I.O.O.F.

13. maí, 2013
Fimmtudaginn 25. apríl sl., á sumardaginn fyrsta var st. nr. 28, Atli I.O.O.F. stofnuð í Regluheimilinu Stjörnusteinum á Selfossi. Fallegur dagur til góðra verka fyrir Oddfellowregluna og til að bæta hátíðarstemninguna áttu stúkurnar Hásteinn og Þóra 21. árs afmæli þennan dag. Þau hjón Hásteinn og Þóra á Stjörnusteinum fengu því soninn Atla í afmælisgjöf á þessum hátíðisdegi. Betra verður ekki á kosið fyrir Reglustarfið á Selfossi og í landinu..
LESA MEIRA
Lesa meira