St. nr. 28, ATLI I.O.O.F.
Stofnfélagar í st.nr.28 Atla I.O.O.F. voru 30 bræður, 23 bræður koma úr st.nr.17 Hásteini, 3 úr st. nr.20 Baldri, 1 úr st. nr. 7
Þorkeli mána, 1 úr st.nr.3 Hallveig, 1 úr st.nr.9 Þormóði goða og 1 úr st.nr.21 Þorláki helga.
Það var því prúðbúinn hópur Reglubræðra, systra og gesta sem sátu stofnfundinn. Að stofnfundi loknum var innsetning
embættismanna og voru eftirtaldir bbr. kjörnir til embætta.
Ym. Þröstur Hafsteinsson, um. Karl Jóhannsson, rit. Börkur Brynjarsson, féh.Ólafur Hallgrímsson, gjk. Birkir Pálsson og st.fm. Guðmundur
Búason.
Undirbúningur stofnunar stúkunar hefur staðið yfir frá því í ársbyrjun 2012. Vel var staðið að öllum hlutum og í
boði að lokinni stofnun stúkunnar gerðu fjölmargir gestir sér glaða stund í Regluheimilinu og fögnuðu stórum áfanga.
St. Atli er góð viðbót í flóru stúkna sem vaxa úr frjóum jarðvegi sem Reglustarfið blómgast í Oddfellowreglunni til
heilla.
Ásm. Fr.