Upphaf Oddfellowreglunnar

 

Elstu rituðu heimildir um Oddfellowregluna eru frá 1537.  Reglan barst frá Bretlandi til Bandaríkjanna þegar Oddfellowinn Thomas Wildey fluttist þangað og stofnaði Stúku nr. 1, Washington, í Baltimore, þann 26. apríl 1819. 

 Oddfellowreglan á Íslandi er grein af þeim meiði Reglunnar sem þarna var settur á stofn.

Fyrstu árin voru eingöngu karlmenn í reglunni en árið 1851 var fyrsta kvennastúkan stofnuð að frumkvæði Oddfellowans Schuyler Colfax sem varð síðar varaforseti Bandaríkjanna. Nefnast þær Rebekkustúkur. Upphaf Oddfellowreglunnar á Íslandi má rekja aftur til 1. ágúst 1897 þegar Stúka nr. 1, Ingólfur, var stofnuð í Reykjavík.