Uppbygging líknardeildar Landspítalans í Kópavogi
Gylfi Gunnarsson, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, nýuppgerða líknardeild í Kópavogi.
Gylfi Gunnarsson, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, nýuppgerða líknardeild í Kópavogi í gær við hátíðlega athöfn. Félagar í Oddfellowreglunni á Íslandi hafa gert upp og afhent Landspítala húsnæðið þar sem verður dag-, göngu- og fimm daga deild fyrir sjúklinga í líknandi meðferð. Heilbrigðisráðherra tók við framlagi Oddfellowreglunnar fyrir hönd spítalans og færði gefendum þakkir fyrir höfðinglegt framlag.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá spítalnum að Oddfellowreglan hafi síðan 1997 veitt fé til uppbyggingar líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. "Við opnun líknardeildar var strax áhugi á að fjölga úrræðum fyrir sjúklinga í líknandi meðferð og 1. janúar 2006 fluttist Heimahlynning Krabbameinsfélagsins yfir til LSH og líknar- og ráðgjafarteymi spítalans var formlega tengt starfseminni. Enn á ný hefur Oddfellowreglan á Íslandi sýnt stórhug í verki, nú með því endurnýja ónotað húsnæði við hlið líknardeildarinnar þar sem rekin verður dagdeild fyrir þá
Fram kemur að á dagdeildinni verður lögð áhersla á forvarnarstarf, meðferð og eftirlit einkenna ásamt endurhæfingu til að viðhalda sjálfsbjargargetu og stuðla að sem mestum lífsgæðum. Dagdeildin verður til að byrja með opin þrjá daga í viku frá kl. 9:00 – 16:00. Einnig verður göngudeild opin einn morgun í viku með það að markmiði að stuðla að tengslum sjúklinga við sérhæfða líknarþjónustu fyrr í sjúkdómsferlinu. Síðar í haust hefst starfsemi fimm daga deildar sem verður opin mánudaga til föstudaga og mun starfsemi hennar auka möguleika á hvíldarinnlögnum og styttri legum til endurhæfingar og meðferðar erfiðra einkenna.