Eftirlit í Regludeildum.
Það er bæði gefandi og skemmtilegt starf að taka þátt í eftirlitinu. Hitta mörg Reglusystkin og ræða mikilvæg mál er snúa að utanumhaldi í Regludeildunum. Þá er það þakkarvert hvernig tekið er á móti Stórstúkustjórn og stórembættismönnum í stúkunum. Boðið er upp á veitingar og velgjörðir og samveru að lokinni skoðun sem gefur heimsókninni aukið vægi þar sem tengsl myndast og léttur andi svífur yfir borðum enda er mikilvægt að hafa gaman í Oddfellowreglunni.
Eftirlitið er þannig hluti af grunnforsendum þess góða starfs sem Reglan byggir á og mikilvægt að halda öllum hlutum í góðu lagi. Þannig er það líka í verunni að flestir hlutir eru í afar góðu lagi hjá Regludeildunum þó alltaf megi sjá eitt og eitt atriði sem betur má fara. Því er kippt í liðinn, enda kemur nýtt fólk að málum á tveggja ára fresti og því mikilvægt að allir fái sömu leiðsögn.
Þá fóru Stórembættismenn til Vestmannaeyja þann 31. október og mættu á fund hjá st. nr. 4 Herjólfi og að loknum fundi og kaffi fór fram eftirlit í stúkunni sem kom einnig vel út.
Stórfulltrúar í stúkum á landsbyggðinni sinna eftirliti í stúkum sínum og hefur svo tíðkast um árabil. Stórstúkustjórn hefur sent stúkum bréf í framhaldi af eftirlitinu þar sem farið er yfir það sem fram kom við skoðun í stúkunum.