Tónlistarstjóri Stórstúkunnar.

Br. Kjartan Sigurjónsson
Br. Kjartan Sigurjónsson

Á fundi stjórnar Stórstúkunnar þann 24. október sl. var samþykkt að skipa Kjartan Sigurjónsson fm í st. nr. 16, Snorra goða Tónlistarstjóra Stórstúkunnar. Br. Kjartan vígðist í st. nr. 6, Gest 23. febrúar 1976Hann hlaut búðastig 20. nóvember 1979, Rebekkustig 26. janúar 1999 og Stórstúkustig 25. maí 2001
Br. Kjartan var einn stofnenda st. nr. 16, Snorra goða og var yfirmeistari stúkunnar árin 1996 til 1998 og stofnfélagi Ob. nr. 3, Magnúsar 5. maí 1990.

 

 

 

 

Br. Kjartan stundaði orgelnám hjá dr. Páli Ísólfssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík,  píanónám hjá frú Annie Leifs og orgelnám hjá prof. Gerhard Dickel í Hamborg og sótti auk þess námskeið hjá Dame Gillian og fleiri organistum.
Hefur verið organisti við eftirtaldar kirkjur Kristkirkju í Landakoti, kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík, í kirkjum Reykholtsprestakalls í Borgarfirði, Ísafjarðarkirkju, Kópavogskirkju, Seljakirkju og Digraneskirkju í Kópavogi.
Kjartan var formaður Félags íslenskra organista á árunum 1990 til 2004 og var kjörinn heiðursfélagi félagsins að lokinni formennsku. Kjartan á sæti í Norræna kirkjutónlistarráðinu og var forseti þess á árunum 1990 til 1992 og aftur frá árinu 2008 og gegnir því enn.

 

 

Br. Kjartan hefur haldið fjölda orgeltónleika hér heima og erlendis og gaf út hljómdiskinn Orgelverk aldinna meistara 2001 og Orgel árið 2010 í tilefni 70 ára afmælis síns.