Fréttir

Námskeiðahelgi í Vonarstrætinu 16. - 17. mars

13. mars, 2012
Það verður mikið um að vera í Vonarstrætinu dagana 16. og 17. mars nk.   Þá verður haldið námskeið fyrir yfirmeistara og siðameistara bræðra- og Rebekkustúkna. Á laugardeginum verður einnig  námskeið fyrir féhirða og reikningshaldara allra stúkna og  Búða  Reglunnar. Dagskrá námskeiðanna má lesa á Innri síðu...   
LESA MEIRA
Lesa meira

Vel heppnuð bítlaskemmtun Baldursbræðra

09. mars, 2012
Bítlaskemmtun Baldursbræðra og fjölmargra annarra Oddfellowa sem fram fór síðastliðið laugardagskvöld undir yfirskriftinni "Þroskaðir Bítlar" tókst með afbrigðum vel. Yfir 700 manns sóttu skemmtunina í Háskólabíói, að stærstum hluta voru það Oddfellowar, bræður og systur úr regludeildum um land allt. Sama hvert litið er, hljómsveitin gerði stormandi lukku, líkt og Drengjakór Þorfinns Karlslefnis og stúlknatríóið. Salurinn hins vegar ærðist þegar sjálfur Baldur steig á svið, en hann er betur þekktur sem Ragnar Bjarnason.
LESA MEIRA
Lesa meira

Framkvæmdir við Líknardeild

15. febrúar, 2012
Eins og sjá  má  á  meðfylgjandi myndum er mikill kraftur í framkvæmdum við Líknardeildina í Kópavogi.  Reglusystkin fjölmenna  um hverja helgi og skipta með sér verkum  við undirbúining á endurnýjun húsnæðis 
LESA MEIRA
Lesa meira

Skemmtikvöld í þágu Líknardeildar LSH í Kópavogi

07. febrúar, 2012
Seinni hluta liðins árs kviknaði sú hugmynd meðal bræðra í St. Nr. 20 Baldur IOOF að efna til samkomu í því skyni að leggja góðu málefni lið
LESA MEIRA
Lesa meira

Dagur Breiðfylkingunnar.

23. janúar, 2012
Laugardagurinn 21. janúar 2012 er annar dagur í  Þorra og samkvæmt almanakinu miður vetur.  Þegar elnaði að degi rann upp einn fegursti dagur þessa vetrar.  Einni og hálfri stund fyrir birtingu var vaskur hópur manna komin að verkum í húsum  Líknardeildarinnar og nú hálfu fleiri en fyrri laugardag, eða um 60 manns.  Vopnað sleggjum, kúbeinum, brotvélum og hverskyns öðrum tólum réðst sá harðsnúni her sem hér var kominn til atlögu án tafar og sótti fram í breiðfylkingu.  Nota verður tungutak  Heljarslóðarorustu ef leita á samlíkinga um framgöngu fylkingunnar.
LESA MEIRA
Lesa meira

Leiftursókn við Líknardeild

18. janúar, 2012
Á laugardagsmorgunn þann 14. janúar  2012, rétt fyrir kl. átta, dreif að húsum  Líknardeildar í  Kópavogi, utan úr náttmyrkri og ausandi rigningu, fjöldi manna, þangað komnir til að hefja vinnu við undirbúning á breytingum og stækkun  Líknadeildarinnar.  Skoða myndir
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowreglan styrkir uppbyggingu líknardeildar í Kópavogi

09. janúar, 2012
Oddfellowreglan á Íslandi hefur ákveðið að færa Landspítala að gjöf fyrirhugaðar framkvæmdir við líknardeildina í Kópavogi.   Viljayfirlýsing þess efnis var undirrituð milli Oddfellowreglunnar á Íslandi og Landspítala 5. janúar 2012.
LESA MEIRA
Lesa meira

Heimasíða Oddfellow - tölulegar staðreyndir 2011

05. janúar, 2012
Það er óhætt að segja að heimasíða Oddfellowreglunnar hafi sannað gildi sitt. Með sívaxandi efni á bæði innri og ytri síðu fer heimksóknum á síðuna stöðugt fjölgandi.
LESA MEIRA
Lesa meira

Jóla- og áramótakveðja frá Stórstúkunni

20. desember, 2011
Kæru Reglusystkin! Áramót er sá tími sem við horfum gjarnan yfir atburði liðins árs, en horfum einnig fram á veginn, setjum okkur ný markmið og höfum væntingar um hvað nýja árið ber í skauti sér. Árið sem nú er senn á enda hefur verið okkar kæru Oddfellowreglu farsælt að mörgu leiti. Nýir félagar hafa bæst í hópinn en aðrir fallið frá, það er lífsins gangur. Í ljóði Tómasar Guðmundssonar, Hótel Jörð segir:
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowblaðið des. 2011

19. desember, 2011
Oddfellowblaðið í desember 2011 er komið á innri síðuna í rafrænni flettingu. Í blaðinu er að vanda fjölbreytt efni, viðtöl og frásagnir úr Reglustarfinu....
LESA MEIRA
Lesa meira