Fréttir

Keppt um Oddfellowskálina

19. október, 2012
Í september s.l. var stofnuð bridgenefnd hjá St. nr. 16 Snorra goða. Nefndin hefur skipuleggt bridgemót Oddfellowa veturinn 2012/2013, sem verður fjögra spilakvölda tvímenningskeppni á tímabilinu 26.nóvember 2012 til 15.apríl 2013.
LESA MEIRA
Lesa meira

Sameiginlegur fundur stjórnenda Ob., Stórsírs og varastórsíra

17. október, 2012
Fjórði sameiginlegur fundur stjórnenda Ob., Stórsírs og varastórsíra var haldinn í Regluheimillinu í Reykjanesbæ þann 29. september sl. Góð mæting var og áður en sest var niður til að funda bauð hússtjórn upp á kjarnmikla súpu og brauð með kaffi og konfekti á eftir. Síðar um daginn var boðið upp á kökur og kaffi og fór því enginn svangur úr húsi þann daginn! Sjá nánar á innri síðu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Talan 7 er ráðandi.

20. september, 2012
Talan 7 er heilög tala í margra augum og er einkennilega ráðandi í stofnun tveggja nýrra Regludeilda á næstu mánuðum og misserum. Systur úr Rbnr. 7, Rbst. Þorgerður I.O.O.F. og st. Þorkell máni I.O.O.F. hafa báðar ákveðið að standa að stofnun nýrra stúkna. Rbst nr. 17 Þorbjörg verður stofnuð 1. desember nk. og st. nr. 27, Sæmundur fróði verður stofnuð 27. apríl 2013. Talan 7 er því ráðandi í stofnun þessara regludeilda og þar að auki verða 17 ár frá stofnun bræðrastúku í Vonarstrætinu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Verklok og afhending Líknardeildar LSH í Kópavogi

04. september, 2012
 Á föstudag þann 7. september fór fram afhending á þeim hluta Líknardeildarinnar í Kópavogi sem Oddfellowreglan tók að sér að framkvæma í árslok 2011, með samkomulagi milli LSH og Oddfellowreglunnar. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni, en þar voru viðstaddir fulltrúrar LSH og Oddfellowreglunnar auk velferðarráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins hans. Málmblásturssveit lék fyrir dyrum úti meðan gestir gengu í hús og fánar við hún á fánaborgum. Skoða myndir...
LESA MEIRA
Lesa meira

Stórstúkan gerir samning um kaup á skjalakerfinu OneSystems

03. september, 2012
Nefnd um skjala- og gagnagrunnsmál, sem skipuð var af Stórstúkunni fyrir nokkru, fór yfir möguleika til skjalavistunar fyrir Stórstúkuna og í framhaldi af því fyrir Oddfellowregluna í heild. Niðurstaða nefndarinnar var að OneSystems hentaði Reglunni vel. Nefndin er skipuð br. Eiríki Þ. Einarssyni (form.), br. Valgeiri Hallvarðssyni og str. Kristínu Jónsdóttur, nýskipuðum Stórskjalaverði.
LESA MEIRA
Lesa meira

Freysmótið í golfi haldið á Leirunni

24. ágúst, 2012
Ob. nr. 5, Freyr I.O.O.F. halda sitt þriðja golfmót patríarka/matríarka og maka þeirra, „FREYSMÓTIÐ". Öllum oddfellowum er velkomið að taka þátt í mótinu. Freysmótið verður haldið laugardaginn 8. september 2012 hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Skráning á http://www.golf.is/
LESA MEIRA
Lesa meira

Yfir- og undirmeistaraþing haldið á Selfossi

23. ágúst, 2012
Yfir- og undirmeistaraþing Reglunnar verður haldið í Regluheimilinu að Stjörnusteinum á Selfossi laugardaginn 25. Ágúst 2012. Reyndar hefst það með óformlegri dagskrá á föstudeginum á milli kl. 20 og 22. Þinggögn verða afhent frá kl. 9:30 á laugardag og þingið síðan formlega sett kl. 10. Þinglok eru svo áætluð á milli kl. 16:30 og 17:00. Dagskránni lýkur svo með þriggja rétta kvöldverði sem hefst um kl. 19:30
LESA MEIRA
Lesa meira

Úrslit á Landsmóti Oddfellowa í golfi

22. ágúst, 2012
Mótið fór í alla staði vel fram. Frábært veður og 18° hiti stóran hluta dagsins. Í byrjun var svarta þoka og gerði það þátttakendum erfitt fyrir. Þokunni létti svo um 10 leitið.  Völlurinn skartaði sínu fegursta og þátttakendur ánægðir eftir frábæran dag í góðum félagsskap. Úrslit í Landsmóti Oddfellowa sem fram fór á Urriðaholtsvelli þann 18. ágúst s.l. eru eftirfarandi:
LESA MEIRA
Lesa meira

Str. Kristín Jónsdóttir skipaður nýr stórskjalavörður

20. ágúst, 2012
Stórsír hefur skipað str. fm. Kristínu Jónsdóttur,  Rbst. nr. 14 Elísabetar, starfandi stórskjalavörð til Stórstúkuþings í maí 2013.  Str. fm. Kristín mun jafnframt halda áfram starfi sínu í nefnd um rafræna skjalavistun.  
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowblaðið komið út

17. ágúst, 2012
Oddfellowblaðið sumarið 2012 er komið út og er nú aðgengilegt á Innri síðu á rafrænu formi.
LESA MEIRA
Lesa meira