Ný Grundvallarlög samþykkt á Stórstúkuþingi
Stórstúkuþing hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi, I.O.O.F, hófst með þingsetningarfundi, samkvæmt
Þingfulltrúar að störfum. |
Hvl. stórsír Stórstúku Evrópu, br. Harald Thoen, ávarpar þingheim. |
Hvl. stórsír, br. Stefán B. Veturliðason, í ræðustól. |
Nýkjörnir varastórsírar takast í hendur að loknu kjörinu. |
Hvl. fyrrum stórféhirðir og fyrrum stórritari bregða |
Þinghaldið sjálft hófst á laugardagsmorguninn, en helsta málið sem lá fyrir þinginu var frumvarp til nýrra Grundvallarlaga fyrir bræðra- og Rebekkustúkur. Drög að hinum nýju lögum var lagt fyrir 32. Stórstúkuþing í maí 2009 og eftir að milliþinganefnd hin fyrri hafði fjallað um það var það lagt það fram fyrir 33. Stórstúkuþing, Aukaþing, sem haldið var í maí 2010. Málinu var þá vísað til milliþinganefndar hinnar síðari og eftir umfjöllun þeirrar nefndar var frumvarpið lagt fyrir 34. Stórstúkuþing, þar sem það var samþykkt samhljóða.
Af öðrum mikilvægum málum, sem lágu fyrir þinginu má nefna stefnumótun Oddfellowreglunnar til næstu fimm ára og staða húsnæðismála á suð-vestur horni landsins, en um báða þessa málaflokka var fjallað um í málstofum Stórstúkuþingsins. Þinginu lauk sunnudaginn 22. maí með innsetningarfundi, þar sem nýir embættismenn Stórstúkustjórnar voru settir inn í embætti sín.