Fréttir
Hvl. fyrrum stórsír Geir Zoega borinn til grafar
10. apríl, 2014Útför hvl. fyrrum stórsírs, br. Geirs Zoega, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl 2014 að viðstöddu fjölmenni. Bræður úr St. nr. 1, Ingólfi, stóðu heiðursvörð og stjórn stúkunnar, stórfulltrúi, ásamt hvl. stórsír, fyrrum stórsír Evrópu og fyrrum br. stórritara báru kistuna úr kirkju. Sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng, organisti var Magnús Ragnarsson, kórinn Voces masculorum söng og einsöngvari var Sigríður Thorlacius. Valinkunnir djassleikarar léku á undan athöfninni og eftirspil, enda var br. Geir mikill unnandi djasstónlistar.
LESA MEIRA
ODDFELLOW SKÁLIN 2013-2014.
09. apríl, 2014Sjötta og síðasta umferðin um Oddfellow-skálina var spiluð í byrjun græns apríl. Sautján pör mættu til leiks og því var spilað Swiss-kerfið sem fyrst var notað í skámóti í Zuric árið 1895 og er nafnið þaðan komið.
LESA MEIRA
Fræðslufundur á Akureyri
09. apríl, 2014Laugardaginn 5. apríl var haldinn fræðslufundur á Akureyri fyrir stjórnendur Regludeilda á Akureyri, Egilsstöðum og Sauðárkróki. Góð mæting var að hálfu Reglusystkina og góður rómur gerður af fundinum. Það var þrátt fyrir að embættismenn og fulltrúar Stórsúkunnar kæmust ekki á tilsettum tíma til Akureyrar vegna seinkunar á flugi sem stafaði af þoku nyrðra.
LESA MEIRA
Hávl. fyrrum stórsír Geir Zoega er látinn
04. apríl, 2014Hvl. fyrrum stórsír Geir Zoëga andaðist mánudaginn 31. mars á Landspítalanum.
Bróðir Geir fæddist 20. ágúst 1929 og var því 84 ára er hann lést. Hann vígðist í st. nr. 1 Ingólf 10. apríl 1959 og var hann virkur félagi í Reglunni alla tíð, eða í 55 ár.
LESA MEIRA
Fundir starfshóps um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu.
27. mars, 2014Starfshópur sá er skipuð var í framhaldi af Stórstúkuþingi vorið 2013 um framtíðarlausn húsnæðismála Reglunnar á höfuðborgarsvæðinu kynnti fyrir Reglusystkinum í Hafnarfirði og Reykjavík niðurstöður á vinnu nefndarinnar helgina 22.-23. mars sl. Varastórsírar, br. Ásmundur Friðriksson og str. Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir ásmat br. Ingjaldi Ásvaldssyni leiddu nefndarstarfið en bbr. Gunnar Jóhannesson og Emil Hallgrímsson leiddu störf verkefnahópa. Br. Gunnar leiddi starf hóps um fjármögnun og rekstur nýs Regluheimilis en með honum voru, br. Ólafur Viggó Sigurbergsson, br. Ólafur Helgi Ólafsson, str. Árný J. Guðjohnsen og str. Ása Bernharðsdóttir. Br. Emil leiddi starf hóps um þarfagreiningu fyrir nýtt Regluheimili og með honum störfuðu br. Ingvar Jón Ingvarsson, br. Auðunn Kjartansson, str. Ásdís Samúelsdóttir og str. Helga Gunnarsdóttir.
LESA MEIRA
Námskeið fyrir yfirmeistara og siðameistara
15. mars, 2014Dagana 14. - 15. mars voru haldi námskeið á vegum stórstúku fyrir yfirmeistara og siðameistara bræðra og Rebekkustúkna í Vonarstræti og Grófinni Reykjanesbæ.
LESA MEIRA
Innsetningum í Regludeildum að ljúka.
10. febrúar, 2014Helgina 5 - 8.. febrúar fóru fram innsetningar í sjö Regludeildir á Akureyri. Byrjað var á fimmtudagseftirmiðdegi með innsetningu í Rbst. 16. Laufey I.O.O.F og strax í kjölfarið st. nr. 2, Sjöfn I.O.O.F.. Á föstudagsmorgun var framkvæmt eftirlit í stúkunum og Regludeildunum. Föstudagseftirmiðdagurinn var einnig vel nýttur til tveggja innsetninga og laugardagsmorgun og fram eftir degi fóru fram þrjár innsetningar. Þessari innsetningatörn lauk síðan með Árshátíð stúknanna á Akureyri í Menningarmiðstöðinni HOFI þar sem fjöldi Oddfellowa og gesta skemmti sér vel undir góðum skemmtiatriðum og fyrirtaks mat.
LESA MEIRA
Oddfellow skálin 2013-2014
04. febrúar, 2014Fjórða umferð um Oddfellow-skálina var spiluð á stormasömu kvöldi á þorra. 16 pör mættu til leiks.
Ekki hafði ýlfrið í vindinum áhrif á feðgana Pál Hjaltason og Hjalta Pálsson og uppskáru þeir 66% skor.
Úrslit úr fjórðu lotu, meðalskor 168 stig.
LESA MEIRA
Egilsstaðir - Reglustarfið í blóma.
20. janúar, 2014Dagana 18.-20 janúar fór stórsír ásamt stórembættismönnum til innsetningar í Regludeildunum á Egilsstöðum. Góður andi ríkir yfir öllu starfi stúknanna Hrafnkels freysgoða og Bjarkar og þess ekki langt að bíða að Reglusystkin verði orðin 100 talsins á Austurlandi
LESA MEIRA
Grundvallarlög Stórstúku á Innri vef
03. janúar, 2014Grundvallarlög Stórstúku sem samþykkt voru á Stórstúkuþingi í maí 2013 eru nú komin á Innri síðu ásamt grundvallarlögum Rebekku og Bræðrastúkna
LESA MEIRA