Fréttir

Stórsíra fundur í Eyjum.

04. júlí, 2014
Dagana 27. -29. júní var haldin stórsírafundur Stórstúknanna á Norðurlöndum í Vestmannaeyjum og tókst hann í alla staði mjög vel. Til fundarins komu frá Stórstúku Danmerkur stórsír Erling Stenholdt Poulsen, frá Finnsku Stórskúkunni stórsír Rabbe Strann, frá þeirri Sænsku stórsír Carl Johan Sjöblom og stórsír Morten Buan frá þeirri Norsku, frá Íslensku Stórstúkunni Stefán B. Veturliðason stórsír. Þá var stórritari Hlöðver Kjartansson ritari fundarins en auk hans voru makar með í för og Ásmundur Friðriksson varastórsír sem var farastjóri í ferðinni.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowblaðið komið út

18. júní, 2014
Oddfellowblaðið júní 2014 er komið út með fjölbreyttu efni að vanda. M.a. rita hávl. br. stórsír Stefán B. Veturliðason og hávl. str. varstórsír Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir um fjölgun reglusystkina og húsnæðismál reglunnar. Þá er hávl. br. fyrrum stórsír Geirs Zoega minnst og opnuviðtal er svo við br. Sigurð Finnbjörn Mar.
LESA MEIRA
Lesa meira

Stofnun nýrra Rebekkubúða á Akranesi

11. júní, 2014
Ákveðið hefur verið að stofna nýjar Rebekkubúðir sem munu verða til heimilis í Oddfellowhúsinu á Akranesi. Stefnt er að því að stofndagur verði í mars eða apríl 2015. Fyrir liggur að hinar nýju búðir munu funda á fimmtudagskvöldum, en enn á eftir að ákveða hvort fyrsti eða annar fimmtudagur verður fyrir valinu.
LESA MEIRA
Lesa meira

Gróðursetningardagurinn 2014

14. maí, 2014
Styrktar og líknarsjóður Oddfellowa stendur fyrir árlegum gróðursetningardegi miðvikudaginn 21. maí. Reglusystkin eru hvött til að mæta í Urriðavatnslandið og taka til hendinni og taka með sér skóflur og fötur.
LESA MEIRA
Lesa meira

Starf skrifstofustjóra - auglýsing

06. maí, 2014
Starf skrifstofustjóra Oddfellowreglunnar er laust til umsóknar. Umsóknum um starfið skal skilað til stjórnar stórstúkunnar fyrir 1 júní nk. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 15. júní.
LESA MEIRA
Lesa meira

Stofnfundur Ob. nr. 6, ODDI, I.O.O.F.

05. maí, 2014
Á afmælisdegi Oddfellowreglunnar 26. apríl sl. voru Oddfellowbúðirnar nr. 6, Oddi stofnaðar að Stjörnusteinum á Selfossi. Stórstúkan sá um framkvæmd stofnfundar og innsetningar embættismanna í Regluheimilinu Stjörnusteinum. Stofnfélagar voru 63 paríarkar og komu þeir flestir frá Ob. Magnúsi, Petrusi, Frey og Borg.
LESA MEIRA
Lesa meira

Félagatal á innri síður regludeilda

23. apríl, 2014
Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að því að gera miðlægt félagatal reglunnar aðgengilegra reglusystkinum með því að spegla ákveðinn hluta upplýsinga félagatalsins inn á Innri síður regludeildanna. Þessari vinnu er nú lokið. Með þessu móti verður aðeins eitt rafrænt félagatal í notkun sem notað er í Handbók oddfellowa og á innri síður regludeilda, enda segir í inngangi að reglugerð um rafrænan gagngrunn reglunnar:
LESA MEIRA
Lesa meira

Hvl. fyrrum stórsír Geir Zoega borinn til grafar

10. apríl, 2014
Útför hvl. fyrrum stórsírs, br. Geirs Zoega, var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 9. apríl 2014 að viðstöddu fjölmenni. Bræður úr St. nr. 1, Ingólfi, stóðu heiðursvörð og stjórn stúkunnar, stórfulltrúi, ásamt hvl. stórsír, fyrrum stórsír Evrópu og fyrrum br. stórritara báru kistuna úr kirkju. Sr. Hjálmar Jónsson jarðsöng, organisti var Magnús Ragnarsson, kórinn Voces masculorum söng og einsöngvari var Sigríður Thorlacius. Valinkunnir djassleikarar léku á undan athöfninni og eftirspil, enda var br. Geir mikill unnandi djasstónlistar.
LESA MEIRA
Lesa meira

ODDFELLOW – SKÁLIN 2013-2014.

09. apríl, 2014
Sjötta og síðasta umferðin um Oddfellow-skálina var spiluð í byrjun græns apríl. Sautján pör mættu til leiks og því var spilað Swiss-kerfið sem fyrst var notað í skámóti í Zuric árið 1895 og er nafnið þaðan komið.
LESA MEIRA
Lesa meira

Fræðslufundur á Akureyri

09. apríl, 2014
Laugardaginn 5. apríl var haldinn fræðslufundur á Akureyri fyrir stjórnendur Regludeilda á Akureyri, Egilsstöðum og Sauðárkróki. Góð mæting var að hálfu Reglusystkina og góður rómur gerður af fundinum. Það var þrátt fyrir að embættismenn og fulltrúar Stórsúkunnar kæmust ekki á tilsettum tíma til Akureyrar vegna seinkunar á flugi sem stafaði af þoku nyrðra.
LESA MEIRA
Lesa meira