Starf skrifstofustjóra - auglýsing

Skrifstofustjóri

Stórstúka hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi óskar eftir að ráða skrifstofustjóra til starfa.
Starf  skrifstofustjóra er að sjá um og bera ábyrgð á daglegum rekstri  skrifstofu Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi.
Starfið er fullt starf og er reglulegur vinnutími skrifstofustjóra frá kl. 10:00 - 18:00 virka daga vikunnar. Skrifstofustjóri skal, ef þurfa þykir svo sem í tengslum við stjórnarfundi, Stórstúkuþing og eða eftirlit hjá Regludeildum, vinna utan hins reglulega vinnutíma.

Skrifstofustjóri skal vera félagi í Oddfellowreglunni.  Hann skal ávallt gæta fyllsta trúnaðar og þagmælsku um hvaðeina sem hann verður áskynja um í starfi sínu.
Yfirmaður skrifstofustjóra er stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi IOOF.

Umsóknir skulu berast stjórn Stórstúkunnar fyrir 1. júní nk.

Starfssvið skrifstofustjóra:

  • Rekstur skrifstofu og almenn þjónusta við Regludeildir
  • Ritvinnsla og gagnaskráning
  • Símavarsla og móttaka viðskiptavina
  • Undirbúa fundi stjórnar, sitja stjórnarfundi, skrifa fundargerð í samstarfi við stórritara  og ganga frá afgreiðslu mála eftir fundi með útsendingu bréfa og annarra gagna
  • Þátttaka í undirbúningi Stórstúkuþinga og annarra viðburða á vegum Stórstúkunnar
  • Samskipti við Regludeildir, er varðar gagnkvæma upplýsingamiðlun milli Stórstúkunnar og Regludeilda
  • Útgáfumál, svo sem handbók Oddfellowa, grundvallarlög, reglugerðir, siðbækur ofl.
  • Fréttaskrif á vef Reglunnar
  • Greiðsla og innheimta reikninga í samráði við stórféhirði
  • Innkaup og sala á varningi, sem Regludeildir þurfa á að halda, þar með samskipti við birgja hérlendis og erlendis
  • Samskipti við aðrar Stórstúkur
  • Skjalavarsla á öllum gögnum og skjölum Stórstúkunnar
  • Að annast önnur störf sem til falla og heyra undir rekstur skrifstofunnar, m.a. að sjá um að húsakynni skrifstofunnar séu snyrtileg, sjá um veitingar á fundum Stórstúku ofl.

Hæfniskröfur:

  • Haldgóð reynsla af skrifstofustörfum, bókhaldi og fjármálastjórnun
  • Nákvæmni í vinnubrögðum, skipulagshæfni og frumkvæði
  • Þjónustulund, lipurð í mannlegum samskiptum og snyrtimennska
  • Góð kunnátta í íslensku og ritfærni á ensku og norðurlandamáli
  • Góð tölvukunnátta, m.a. á Microsoft Office, Vefumsjónarkerfi, Gagnagrunn Reglunnar og Skjalavistunarkerfi, t.d. One system
  • Þekking á skjalavistun