Fréttir
Oddfellowblaðið komið á vefinn
15. desember, 2015Oddfellowblaðið í desember 2015 er komið á innri vefinn í rafrænni flettingu.
LESA MEIRA
Upphaf golfvallar Oddfellowa minnst
07. desember, 2015Br. Óskar Sigurðsson boðaði til fundar í Regluheimilinu að Vonarstræti 10 á dögunum til að færa þeim aðilum sem studdu hann hvað mest þegar hann sem formaður nefndar um uppbyggingu golfvallar í Urriðavatnslandi. Br. Óska gegndi formennsku 4 fyrstu árin og undir hans stjórn varð golfvöllur og Golfklúbbur Oddfellowa að veruleika. Hann kom ekki einn að málum því margir bræður unnu að verkefninu með honum og þar voru fremstir í flokki br. Guðlaugur Gíslason, br. Baldvin Ársælsson, br. Egill Snorrason ásmat þáverandi formanni StLO Jóni Otta Sigurðssyni.
LESA MEIRA
Sköturallið 15 ára
04. desember, 2015Sköturalli Þorfinnsbræðra hefur áunnið sér sess í hugum sælkera í aðdraganda jóla. Í 15. sinn er nú boðið upp á sköturall á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti. Kræsingar verða að venju fram bornar á milli kl. 11:00 til 14:00. Verð kr. 3.500 á mann. Allur ágóði rennur til líknamála.
LESA MEIRA
Hallveigarsynir í Háteigskirkju
01. desember, 2015Hallveigarsynir og Frímúrarakórinn syngja saman á Aðventu í Háteigskirkju, Laugardaginn 5. desember kl.17. Einsöngvarar: Diddú, Örn Árnason og Þór Breiðfjörð. Miðaverð 2.500,-
LESA MEIRA
Saga Styrktar- og Líknarsjóðs komin út
23. nóvember, 2015Saga Styrktar og Líknasjóðs, Traustir hlekkir er komin út í tilefin af 60 ár afmæli sjóðsins. Ritið er 330 blaðsíður og ritsjóri bókarinnar var Steinar J. Lúðvíksson.
LESA MEIRA
Jólabasar í Oddfellowhúsinu 29.nóvember
19. nóvember, 2015Hinn árlegi jólabasar Rebekkusystra í Vonarstræti verður haldinn í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti, sunnudaginn 29. nóvember og hefst kl. 14:00.
LESA MEIRA
Oddfellow skálin 2015-2016
16. nóvember, 2015Önnur lota um Oddfellow-skálin var spiluð á mildu mánudagskvöldi. Sautján pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn. Helgi Gunnari Jónson og Hans Óskar Isebarn leiddu mótið og enduðu þeir í tæplega 60% skori og tóku heim verðlaun kvöldsin
LESA MEIRA
Eftirlit í Regludeildum
02. nóvember, 2015Árlegt eftirlit stórstúku fór fram um helgina. Stjórn Stórstúku og stórembættismenn framkvæmdu árlegt eftirlit í Regludeildu á suðvesturhorninu
LESA MEIRA
Jólakort Styrkar- og Líknarsjóðs 2015
19. október, 2015Höfundur jólakortsins í ár er Ólafur Th. Ólafsson br. í st. nr. 12, Skúla fógeta
LESA MEIRA
Oddfellow-skálin 2015-2016
09. október, 2015Keppni um Oddfellow-skálina hófst í vikubyrjun. Sextán pör mættu til leiks og styrktu félagsauðinn en þetta er í fjórða skiptið sem spilað er um skálina. Hér er lokastaðan, meðalskor 168 stig:
LESA MEIRA