Fréttir

Gróðursetningardagurinn í blíðskaparveðri

01. júní, 2017
Hinn árlegi gróðursetningardagur Styrktar- og Líknarsjóðsfór fram í gær 31. maí í blíðskaparveðri á golfvelli Oddfellowa, Urriðavelli. Um 50 Reglusystkin og fjölskyldur mættu á svæðið vopnuð skóflum, fötum og þar til gerðum verkfærum til gróðursetningar.
LESA MEIRA
Lesa meira

Oddfellowblaðið í maí 2017

11. maí, 2017
Oddfellowblaðið í maí 2017 er nú komið á innri síðu. Meðal efnis eru kynningar á þeim Reglussystkinum sem bjóða sig fram til kjörembætta á Stórstúkuþinginu sem framundan er. Þá eru myndir frá 100 ára afmæli St. nr. 2 Sjafnar sem haldið var uppá með pomp og pragt 29. apríl sl. margar forvitnilegar greinar og viðtöl prýða blaðið að þessu sinni sem endranær.
LESA MEIRA
Lesa meira

St nr. 2, Sjöfn, á Akureyri 100 ára - fullbúnar íbúðir afhentar

05. maí, 2017
Stúkan nr. 2 Sjöfn á Akureyri varð 100 ára þann 29. apríl sl. Mikið var um dýrðir og af þessu tilefni var haldinn hátíðarfundur í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg. Á laugardagskvöldinu var efnt til hátíðarkvöldverður i Valsárskóla á Svalbarðseyri Af þessu tilefni og jafnframt 100 ára Oddfellowstarfs á Akureyri réðust stúkur á Akureyri í það verkefni að gera upp að fullu tvær raðhúsaíbúðir við Öldrunarstofnun Akureyrabæjar sem ætlaðar eru aðstandendum heimilisfólks stofnunarinnar svo og aðstandendum sjúklinga Sjúkrahússins á Akureyri, sem þurfa að dveljast á Akureyri vegna nákomins ættingja. Auk þess hefur Oddfelowreglan keypt allan nauðsynlegan húsbúnað og innanstokksmundi í íbúðirnar, þannig að þær eru nú tilbúnar til notkunar.
LESA MEIRA
Lesa meira

Með hækkandi sól

25. apríl, 2017
Mannúðarsjóður St. nr. 3 Hallveigar heldur tónleika í Salnum Kópavogi 6. maí kl. 14:00 og 17:00. Margir frábærir listamenn koma fram með kór Hallveigar, Hallveigarsonum.
LESA MEIRA
Lesa meira

Frá Kjörnefnd IOOF

19. apríl, 2017
Ágætu Reglusystkin, á næsta reglulega Stórstúkuþingi 12. – 14. maí 2017, lýkur kjörtímabili hávl. br. stórsírs, str. varastórsírs, br. stórritara og br. stórféhirðis Í samræmi við ákvæði gr. 4.2 í grvl. fyrir Stórstúkuna verður þá kosið í viðkomandi embætti til fjögurra ára.
LESA MEIRA
Lesa meira

100 nýjir meðlimir

12. apríl, 2017
Spicy jalapeno capicola shoulder hamburger rump cow alcatra chuck jowl tri-tip sausage ball tip pancetta beef ribs jerky.
LESA MEIRA
Lesa meira

Stórstúkuþing 12. - 14. maí 2017

06. apríl, 2017
HÉR MEÐ TILKYNNIST AÐ 37. ÞING STÓRSTÚKU HINNAR ÓHÁÐU ODDFELLOWREGLU Á ÍSLANDI I.O.O.F. VERÐUR SETT Í ODDFELLOWHÚSINU, VONARSTRÆTI 10, REYKJAVÍK, FÖSTUDAGINN 12. MAÍ 2017, KL. 20.00 STUNDVÍSLEGA
LESA MEIRA
Lesa meira

Landsmót Oddfellowa í golfi 2017

04. apríl, 2017
Landsmót Oddfellowa í golfi árið 2017 verður haldið á Urriðavelli laugardaginn 12. ágúst. Búið er að opna fyrir skráningu á mótið á golf.is
LESA MEIRA
Lesa meira

Sumargleði Oddfellowa 2017

20. mars, 2017
Í ár minnumst við þess að 120 ár verða liðin frá því að Oddfellowreglan nam land á Íslandi, þegar danskir Oddfellowar stóðu fyrir stofnun St. nr. 1, Ingólfs, þann 1. ágúst 1897. Á þessum tíma hefur Oddfelloweglan sett mark sitt á íslenskt samfélag með einkunnarorðum sínum, vinátta, kærleikur og sannleikur. Stórstúkan, Styrktar- og líknarsjóður og Regludeildir eru þegar farnar að huga að því hvernig Reglan minnist þessara tímamóta.
LESA MEIRA
Lesa meira

Samkeppni um jólakortið 2017

06. febrúar, 2017
Útgáfunefnd StLO undirbýr útgáfu jólakorts Oddfellowa 2017. Að því tilefni óskar framkvæmdaráð StLO eftir tillögum frá Reglusystkinum af mynd sem gæti prýtt kortið í ár.
LESA MEIRA
Lesa meira