Vilt þú hanna nýtt kennileiti í Urriðaholti? Oddfellowreglan efnir til samkeppni um nýtt Regluheimili
22.02.2023
Fréttir
Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um nýtt 3000 m2 regluheimili í Urriðaholti, Garðabæ. Regluheimilið verður staðsett á svokallaðri ,,kennileitislóð“ á holtinu þar sem sem fyrirhuguð bygging verður sýnilega víða að. Rétt til þátttöku hafa allir þeir sem hafa leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd.
Hér er hlekkur á síðu Arkitektafélags Íslands þar sem má nálgast meiri upplýsingar.