Við bjóðum ungt fólk velkomið - Morgunblaðsviðtal í tilefni af opnu húsi
„Besti dómurinn um starf okkar er að fólk vill vera í reglunni og nýtt fólk vill koma til liðs við okkur,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðmundi Eiríkssyni, yfirmanni Oddfellowreglunnar á Íslandi, í opnuviðtali fimmtudaginn 29. ágúst 2019 í tilefni af opnu húsi Oddfellowheimilanna sunnudaginn 1. september. Þannig minnist reglan þess meðal annars að hún fagnar tveggja alda afmæli í ár.
Blaðamaðurinn Helgi Bjarnason skrifar enn fremur í greininni/viðtalinu sem birt er undir fyrirsögninni Sama þörf fyrir starfið:
„Félagar í Oddfellow-stúkum eldast, eins og gjarnan gerist í öðrum reglum og klúbbum. Guðmundur segir að horfa verði til framtíðar og fá ungt fólk til liðs við Regluna. Unnið sé að því, ekki síst nú á afmælisárinu.“