Verklok og afhending Líknardeildar LSH í Kópavogi
Á föstudag þann 7. september fór fram afhending á þeim hluta Líknardeildarinnar í Kópavogi sem Oddfellowreglan tók að
sér að framkvæma í árslok 2011, með samkomulagi milli LSH og Oddfellowreglunnar. Afhendingin fór fram við hátíðlega athöfn að
viðstöddu fjölmenni, en þar voru viðstaddir fulltrúrar LSH og Oddfellowreglunnar auk velferðarráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins
hans. Málmblásturssveit lék fyrir dyrum úti meðan gestir gengu í hús og fánar við hún á fánaborgum.
Skoða myndir...
Athöfnin hófst um kl. 14:30 með ávarpi Jóns Baldvins Halldórssonar, fjölmiðlafulltrúa LSH. Því næst var flutt
Framkvæmdir við verkið hófust þann 14. janúar 2012 og var verkið í upphafi bundið við breytingar á dag- og fimmdagadeild í legudeild og gerð nýrrar fimmdagadeildar, sem skyldi afhenda 1. apríl og innréttingu nýrrar dagdeildar í húsi nr. 8, sem tilbúin átti að vera 1. október 2012. Fyrri áfangi verksins var tilbúinn 10. apríl en sá seinni réttum þrem vikum á undan áætlun. Á verktíma var síðan ákveðið að auka umfang verksins með því að endurgera lóð milli húsa nr. 8 og 9, lagafæra og betrumbæta bílastæði, lagfæra og bæta anddyrisbyggingar og þar með bæta aðgengi fatlaðra. Síðar var og ákveðið að StLO leggði til og kostaði allan búnað sem til þurfti, með sérstöku framlagi úr sjóðnum. Þrátt fyrir þá aukningu sem varð á sjálfu verkinu er ekki annað fyrirsjáanleg en það kostnaðarmat sem fyrir lá standist, en uppgjör hefur eðli málsins samkvæmt ekki farið fram. Þennan góða árangur ber fyrst og fremmst að þakka gríðarlegu vinnuframlagi Reglusystkina í sjálfboðavinnu en þar eru skráðar vinnustundir um 7500. Að auki komu til efnisgjafir Reglusystkina, ýmissa birgja og afsláttarkjör.
Í Líknardeildinni eru nú 13 legurými, fjölgar um 5, þá eru 4 legurými í fimmdagadeild, eða alls 17 legurými allt í einbýlum. Í dagdeild er rými fyrir 10 – 12 manns, auk stórbættrar aðstöðu frá því sem áður var. Er það álit heilbrigðisstarfsmanna að húsnæðið muni svara þörf næstu 20 ára.