Vegleg bókagjöf
27.08.2010
Fréttir
Br. Guttormur P. Einarsson, varastórfulltrúi St. nr. 1, Ingólfs, hefur fært Oddfellowreglunni að gjöf veglegt bókasafn, samtals 54 bindi yfir nokkur
merkustu rit í menningar- og vísindasögu vesturlanda, ásamt 10 uppflettiritum.
Hvl. stórsír, Stefán B. Veturliðason og str. Auður Pétursdóttir, stórskjalavörður, veittu gjöfinni formlega viðtöku á skrifstofu Oddfellowreglunnar fimmtudaginn 26. ágúst síðastliðinn, en bókunum hefur nú verið komið fyrir í bókasafni Reglunnar á 4. hæð í Oddfellowhúsinu í Reykjavík.