Varðandi COVID-19 kórónaveiru

Varðandi COVID-19 kórónaveiru

Eins og allir vita nú er COVID-19 kórónaveiran komin til landsins og hætta á að hún eigi eftir að breiðast út um allt land. Það er hægt að grípa til ýmissa ráða til að reyna að hindra útbreiðslu veirunnar eða a.m.k. hægja á útbreiðslunni.

Allir eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um COVID-19 kórónaveiruna og smithættu á heimasíðu Landlæknis og fylgjast með fréttum hjá viðurkendum fréttastofum og fara að fyrirmælum, m.a. Almannavarna.

 

Helstu leiðir til að draga úr líkum á að sýking berist milli manna eru:

Að venja sig á góða handhreinsun með vatni og sápu til að forðast smit.

Að nota handspritt eftir að hafa snert hluti sem margir aðrir hafa snert.

Ítrekað er mikilvægi þess að kynna sér frekar upplýsingar varðandi COVID-19 kórónaveirunnar hjá viðkomandi yfirvöldum og fylgjast með fréttum og fylgja ráðleggingum og fyrirmælum opinberra aðila.

 

Stjórn Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi vill hér með koma eftirfarandi tilmælum á framfæri sem varðar tímabundnar breytingar á venjum á Oddfellowfundum meðan þetta ástand varir:

Allir eru hvattir til að sýna ábyrga hegðun hvað varðar alla umgengni við aðra og fylgja fyrirmælum þeirra opinberu aðila sem um málið fjalla. 

Að þeir sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta haldi sig heima við og mæti ekki til funda.

Sjá nánar á Innri síðu...