Ungmennastarf Oddfellowreglunnar í Evrópu

Júlíus Viggó og Birta taka selfie við Hvíta húsið
Júlíus Viggó og Birta taka selfie við Hvíta húsið

Á vegum Stórstúku Evrópu er rekið viðamikið verkefni  sem nefnist Ungmennastarf Oddfellowreglunnar.  En út á hvað gengur þetta verkefni ?

Ungmennastarfið er samvinnuverkefni milli Oddfellowreglunnar og Sameinuðu þjóðanna og hefur staðið frá árinu 1949.  Frumvæðið að þessu verkefni kom frá þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna frú Eleanoor Roosvelt og var grunnhugmyndin að styðja við ungt fólkt með leiðtogahæfileika.  Fyrir hennar orð og framgöngu voru dyr Sameinuðu þjóðanna opnaðar fyrir þessum ungmennum sem tóku þátt í verkefninu. Fram til dagsins í dag hafa 40.000  ungmenni tekið þátt í verkefninu bæði frá Bandríkjunum og Evrópu.  Svíþjóð hóf þátttöku árið 1992  en Finnland og Danmörk árið 1994. Ísland hóf ekki þátttöku fyrr en 2009 og sendi í fyrsta skipti tvo þáttakendur í UNP. Árið 2000 var stofnað Europian Youth Conucil  ( EYC)   Í dag hafa 23 íslensk ungmenni fá ymsum framhaldsskólum tekið þátt en verkefnið hefur verið í höndum Ungmennanefndar Reglunnar undir stjórn patr. Magnúsar V. Magnússonar stórritara Reglunnar.

Ferðalagið var með nýju sniði í ár. Allir þáttakendur komu frá Norðurlöndunum og söfnuðust þeir saman hér á Íslandi  og áttu saman 3 daga áður en haldið var til Bandaríkjanna. Voru m.a. skoðað jarðhitasvæði á Reykjanesi , Bláa lónið heimsótt og þá var farinn hinn margrómaði Gullni þríhyrningur. Að lokum var hópnum boðið af Stórstúku Íslands til kvöldverðar í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti. Var gerður góður rómur af þessum hluta ferðarinnar. Síðan var haldið til Bandaríkjanna. Farin var skoðunarferð um New York. Hápunktur ferðarinnar var svo heimsókn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. Að lokum var haldið til Washington og borgin skoðuð.  

Hvernig er valið í ferðina?

Til að velja ungmenni í ferðina er samið við enskukennara þess framhaldsskóla þar sem ungmennin stunda nám. Verkefni er lagt er fyrir nemendur sem tengist starfsemi Sameinuðu þjóðanna. Valin eru svo  10  bestu verkefnin en allt ferlið fer fram á ensku. Valnefnd sem skipuð er patríörkum og matríörkum sem tekur viðtöl við þessa 10 nemendur og velur á endanum tvo úr hópnum, eina stúlku og einn pilt. Í viðtölunum er farið yfir ýmsa þætti  með nemendunum s.s. fjölskylduhagi, áhuga á ferðinni og vilja til að gera skýrslu  og kynningu fyrir Oddfellowa að ferð lokinni. Þátttakendur fyrir hönd Íslands, að þessu sinni voru þau Júlíus Viggó Ólafsson og Birta Benediktsdóttir.

 Ávinningur

Ljóst er að ávinningur af verkefni sem þessu, er mikill fyrir Oddfellowregluna. Einn þáttur er sá að vera þáttakandi í samstarfsverkefni Oddfellowa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þá  skal ekki gert lítið úr því að ungmenni kynni sér mikilvægt hlutverk Sameinuðu þjóðanna og um leið hinar háleitu hugsjónir Oddfellowreglunnar. Oddfellowreglan fær óbeina og mjög jákvæða kynningu í skólum og hjá fjölskyldum þátttakenda.  Öll þau ungmenni sem tekið hafa þátt í þessu starfi,  hafa hlotið ómetanlega reynslu í þessum ferðum og hafa myndað langvarandi kynni sem ekki er vafi á að mótar framtíð þeirra.

 

Í Ungmennafefnd Oddfellowreglunnar á Ísland er þau Ása Kristín Margersrdóttir í Rbb. nr. 4, Brák, og Baldvin Valdimarsson í Ob. nr. 2 Thomas og báru þau hitann og þungann af skipulagi og undibúningi ferðarinnar.