Tvær nýjar Regludeildir stofnaðar á Akureyri

Merki hinna nýju regludeilda
Merki hinna nýju regludeilda
Tvær nýjar Regludeildir, Rbst. nr. 16, Laufey og St. nr. 25, Rán, voru stofnaðar á Akureyri laugardaginn 26. mars s.l. Athöfnin fór fram í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3, að viðstaddri stjórn Stórstúkunnar, stórembættismönnum og fulltrúum Regludeilda víðs vegar að af landinu.
 
Ym. Rb.st. nr. 16 Laufey,  Anna S. Jóhannesdóttir ( t. h.)
ásamt systrum úr Laufeyju
 
 Ym. st. nr. 25 Ránar, Stefán B Sigurðsson

 

Það var mikið um að vera í starfi Oddfellowreglunnar  á Akureyri laugardaginn 26. mars s.l. en þá voru stofnaðar þar tvær nýjar Oddfellowregludeildir, Rb.st nr. 16 Laufey  og St. nr. 25 Rán.

 

Stofnfundur St. nr. 25, Ránar, hófst klukkan 11:00 á laugardagsmorguninn og klukkan 15:00 hófst svo stofnfundur Rbst. nr. 16, Laufeyjar.

Kvöldverður á KEA
Um kvöldið var hátíðarkvöldverður á Hótel KEA, þar sem  Reglusystkin og fjöldi gesta, sem voru á Akureyri af þessu tilefni, fögnuðu þessum merka áfanga í starfi Oddfellowreglunnar.

Rbb. nr. 3 Melkorka
Laugardaginn 2. apríl verða svo Rbb. nr. 3, Melkorka, stofnaðar.   Það er því óhætt að segja að Oddfellowstarfið blómstrar á Akureyri um þessar mundir.  

Oddfellowfjölskylda !
Þess má til gamans geta að  að hinir nýskipuðu yfirmeistarar nýju regludeildanna, Anna og Stefán eru hjón og foreldrar Önnu, systkini og tengdafólk eru öll í Oddfellowreglunni á Akureyri og geri aðrar fjölskyldur betur.. !! 

 
 

Stórmarskálkur Sveinn Fjeldsted, Hvl. stórsír
Stefán B. Veturliðason og Hvl br, stórféhirðir
Óafur Viggó Sigurbergsson