Landsmót Oddfellowa í golfi
Mótsgjald kr. 5.000.- Kvöldverður og verðlaunaafhending kr. 3.900.- Samtals kr. 8.900.-
Ræst er út á 1.og 10. teig kl. 7:30 og kl. 12:30
Kvöldverður hefst kl. 20:00. Skráning fer fram á www.golf.is
Skráning í kvöldverð er á langalina7@simnet.is
Með kveðju í v.k. og s.
Undirbúningsnefnd í st.nr.14, Bjarna riddara og Rb.st.nr.8, Rannveigu
Leikfyrirkomulag
Mótið er 18 holu punktamót með og án forgjafar.
Hámarksforgjöf er 28 fyrir karla og 32 fyrir konur.
Keppnisrétt hafa allir Oddfellowar og makar þeirra.
Keppt er í kvenna-og karlaflokki.
Sveitakeppni stúkna er felld inn í mótið.
Þrír bestu með forgjöf telja í hverri sveit.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin án forgjafar í báðum flokkum.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin með forgjöf í báðum flokkum.
Kylfingar sem vinna til verðlauna án forgjafar taka ekki verðlaun með forgjöf.
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum.
Verðlaun fyrir lengsta teighögg karla á 10. braut og kvenna á 9. braut.
Verðlaun fyrir efstu sæti bæði hjá Rebekku og bræðrastúkum í sveitakeppni.
Vegleg verðlaun og dregið úr skorkortum.