Styrktar- og líknarsjóður afhendir Almannaheillum húsnæði
19.01.2021
Fréttir
Á myndinni frá vinstri Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir og Jónas Guðmundsson formaður
Formaður framkvæmdaráðs Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, Steindór Gunnlaugsson, afhenti á dögunum félaginu Almannaheill, húsnæði að Urriðaholtsstræti 14 til afnota til þriggja ára án endurgjalds.
Almannaheill, eru regnhlífasamtök sem vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignastofnanir sem starfa í almannaþágu án hagnaðarsjónarmiða.
Húsnæðið sem um ræðir er 133 fm að stærð. Ekki er innheimt leiga að hálfu sjóðsins en samtökin greiða rekstrakostnað húsnæðisins, s.s. hita og rafmagn.
Aðildarfélögin eru fjölmörg og má nefna m.a. Barnaheill, Blátt áfram, Einstök börn, Geðhjálp, Þroskahjálp, Umhyggju auk fjölda annara.