Stúkur á Akureyri veita styrk til Krabbameinsfélags Akureyrar
21.10.2020
Fréttir
Örn Stefánsson afhendir Mörtu Kristínu Jónsdóttur styrkinn fyrir hönd Stúku nr. 2 Sjöfn, Stúku nr. 15 Freyja, Stúku nr. 25 Rán, Rebekkustúku nr. 2 Auður og Rebekkustúku nr. 16 Laufey.
Af heimasíðu Krabbameinsfélags Akureyrar.
Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis barst á dögunum myndarlegur styrkur að upphæð 2.250.000 kr frá Oddfellowstúkum Akureyrar. Í gegnum tíðina hefur Oddfellow styrkt starfsemi félagsins reglulega og er þessi veglegi styrkur nú svar stúkanna við neyðarkalli félagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu þess. Við sem störfum hjá félaginu erum snortin af velvild Oddfellowa í okkar garð og því trausti sem þau sýna starfseminni.
Með gjöfinni fylgja einkunnarorð Oddfellowa; vinátta - kærleikur - sannleikur. Merkingu þeirra tökum við með okkur í það góða starf sem Oddfellow gerir okkur kleift að sinna áfram.