Stórtónleikar í Eldborgarsal Hörpu

Oddfellowstúkan nr. 5, Þórsteinnn, stendur fyrir stórtónleikum hins rússneska Terem-kvartetts í Hörpu  ásamt gestasöngvurunum Diddú og Ólafi Kjartani Sigurðssyni

Tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu 12. maí 2019

Kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og er þekktur utan lands sem
innan. Meðlimirnir, sem eru heiðurslistamenn Rússlands, spila fjölbreytta tónlist og hafa komið fram víða um heim, meðal annars á Íslandi árið 2005.

Tónleikarnir eru hluti af viðburðum 200 ára afmælisárs Oddfellowreglunnar 

Miðapantanir fara fram á harpa.is eða í síma 528 5050.

Allur ágóði af tónleikunum rennur óskertur til líknarmála.

 

 

Sjá plakat....