Stórstúkuþingi 2015 lokið
Fráfarandi stórritari, Svanhildur Geirarðsdóttir, afhendir Gróu Dagmar Gunnarsdóttur, nýkjörnum stórritara,lykilin að skrifstofu Stórstúknnar |
Þingið var sett við hátiðlega athöfn, föstudaginn 15. maí, með veitingu Stórstúkstigs til 40 Reglusystkina sem öðlast höfðu rétt til stigsins. Hávl br. stórsír flutti ársskýrslu stórembættismanna og minnst var Reglusystkina með Stórstúkstigið, sem látist höfðu frá síðasta þingi.
Fyrir þinginu lá fyrir frumvarp til nýrra Grundvallarlaga Búða. Miklar og málefnanlegar umræður urðu um hin nýju grundvallarlög sem voru að lokum samþykkt með miklum meirihluta. Lögin taka gildi strax í haust, en um umtalsverðar breytingar er að ræða með nýjum lögum m.a. um veitingu Búðastiga sem nú verða veitt á mun lengri tíma en gert hefur verið til þessa.
Þá urðu breytingar í stjórn Stórstúku, Úr stjórn gengu báðir varastórsírar og
stórritarar.
Br. varatórsír, Ásmundur Friðriksson var endurkjörinn til embættis varastórsírs og þá voru br. Guðmundur
Eiríksson, st. nr. 8 og Gróa Dagmar Gunnarsdóttir Rbst. nr. 11, kjörin stórritarar.
Str. Unnur Hafdís Arnardóttir Rbst. nr 5, kjörin varastórsír.
Stjórn Stórstúkunnar er þannig skipuð frá 2015 - 2017 :
Sórsír, br. Stefán B. Veturliðason
Varastórsór, br. Ásmundur Friðriksson
Varastórsír, str. Unnur Hafdís Arnardóttir
Stórritari, br. Guðmundur Eiríksson
Stórritari, str. Gróa Dagmar
Gunnarsdóttir
Stórféhirðir, Davíð einarsson