Stórstúkan gerir samning um kaup á skjalakerfinu OneSystems
Nefnd um skjala- og gagnagrunnsmál, sem skipuð var af Stórstúkunni fyrir nokkru, fór yfir möguleika til skjalavistunar fyrir Stórstúkuna og í framhaldi af því fyrir Oddfellowregluna í heild. Niðurstaða nefndarinnar var að OneSystems hentaði Reglunni vel. Nefndin er skipuð br. Eiríki Þ. Einarssyni (form.), br. Valgeiri Hallvarðssyni og str. Kristínu Jónsdóttur, nýskipuðum Stórskjalaverði.
Hvl. Stórsír, Stefán B Veturliðason og Ingimar Arndal undirrita kausamning vegna kaupa Reglunnar á skjalakerfinu OneSystems. |
Skjalakerfið OneSystems er alíslenskt og notað víða í stjórnsýslunni hér á landi, svo sem hjá mörgum sveitarfélögum, mörgum opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum, auk þess sem það er notað erlendis. Mikil reynsla er því komin á notkun OneSystems skjalakerfisins. Unnt verður að vinna við kerfið hvaðan sem er um Internetið þar sem skjölin eru vistuð miðlægt. Þá er verið að þróa aðgengi að skjalakerfinu fyrir iPad og snjallsíma. Nú er unnið að því að setja upp skjalalykla fyrir stjórn Stórstúkunnar og síðan er reiknað með að skjalalyklar fyrir allar Regludeildir verði tilbúnir um áramótin og að allar Regludeildir hefji notkun á skjalakerfinu á næsta ári.