Stórsírar Norðurlandanna funduði á Íslandi - kolefnisjafnað á golfvellinum....
11.06.2019
Fréttir
Stórsír íslensku Oddfellowreglunnar Guðmundur Eiríksson tekur til hendinni og gróðursetur tré fyrir hönd Íslands
Stórsírar Norðurlandanna, Kai Erik Johanson frá Finnlandi, Erling Stenholdt Poulsen frá Danmörku, Morten Buan frá Noregi , Björn Boström frá Svíþjóð og Guðmundur Eiríksson frá Íslandi, héldu árlegan fund sinn á Akureyri um helgina. Áður en flogið var norður, áttu hinir norrænu gestir og makar þeirra ánægjulega kvöldstund á golfvelli Oddfellowa, Urriðavelli, en þar voru gróðursett 5 tré, eitt fyrir hvert Norðurlandanna og af því loknu var boðið upp á glæsilegan kvöldverð í golfskálanum.