Stofnun nýrra Rebekkubúða, Rbb. nr. 4, Brákar, I.O.O.F.

 

Þann 28. febrúar sl. voru stofnaðar nýjar Rebekkubúðir á Akranesi.  Hlutu þær nafnið Rbb. nr. 4, Brák, I.O.O.F. Nafn búðanna er sótt til Egilssögu þar sem Brák er viðurnefni Þorgerðar brákar fóstru Egils Skallagrímssonar. Stofnfélagar eru 48 matríarkar sem koma úr ýmsum stúkum á Suður- og Vesturlandi.  Undirbúningur að stofnun búðanna hefur staðið frá því sl. vor og hefur hann gengið einstaklega vel hjá samhentum hópi matríarka undir dyggri leiðsögn vl.  str. stórkapeláns Unnar Hafdísar Arnardóttur.  Höfuðmatríarki hinna nýju búða er matr.  Herborg Pálsdóttir.

Stofndagurinn var bjartur og fagur.  Að loknum stofnfundi og innsetningu embættismanna var efnt til veglegrar veislu með Stórstúkustjórn, stórembættismönnum og fjölda gesta sem Brákarmatríarkar höfðu boðið í tilefni stofnunar búðanna.

Meðfylgjandi eru myndir frá stofndeginum.  Ljósmyndari  br. Carsten J. Kristinsson