Skrifstofustjóri kveður
Stjórn Stórstúkunnar ásamt br. Sveini í kveðjuhófinu. Á myndina vantar hvl. varastórsír, br. Ásmund Friðriksson |
Fráfarandi skrifstofustjóri afhendir nýráðnum skrifstofustjóra, |
Br. Sveinn í hópi samstarfsfólks í Oddfellowhúsinu. |
Br. Sveinn Guðjónsson lét af störfum sem skrifstofustjóri Stórstúku hinnar óháðu Oddfellowreglu á Íslandi, I.O.O.F. hinn 1. september sl. og af því tilefni efndi stjórn Stórstúkunnar til kveðjuhófs í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti í Reykjavík. Hvl. stórsír., br. Stefán B. Veturliðason, flutti ávarp og þakkaði br. Sveini fyrir vel unnin störf í þágu Oddfellowreglunnar. Br. Sveinn þakkaði fyrir sig og sagði að árin hjá Oddfellowreglunni hefðu verið bestu árin á hans starfsferli. Þar hefði hann kynnst mörgum frábærum Reglusystkinum og öðlast dýpri skilning á starfsemi Oddfellowreglunnar, tilgangi hennar og markmiðum. Hann færi því "þakklátur og reynslunni ríkari inn í sólsetrið", eins og hann orðaði það. Br. Engilbert Gíslason, framkvæmdastjóri Oddfellowhússins við Vonarstræti, þakkaði br. Sveini fyrir frábært samstarfi á liðnum árum. Meðfylgjandi myndir voru teknar í kveðjuhófinu.