Saga Oddfellowreglunnar komin út
10.12.2018
Fréttir
Saga Oddfellowreglunnar er komin út. Bókin sem hlotið hefur nafnið Vinátta, kærleikur, sannleikur, spannar 120 ára sögu Oddfellowreglunnar á Íslandi. Bókin segir einnig sögu allra Regludeilda Oddfellowreglunnar á Íslandi. Verkinu hefur ritstýrt, Gísli Sigurgeirsson fjölmiðlamaður, br. í St. nr. 15 Freyju. Bókin er 570 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda. Bókin verður til sölu á skrifstofu Stórstúkunnar í Vonarstræti og kostar 6.000.- kr.