Regludeildir í Hafnarfirði styrkja "Einstök börn"
31.05.2021
Fréttir
Þann 19.maí s.l. afhentu yfirmenn Regludeildanna í Hafnarfirði sameiginlega peningagjöf til félagsins "Einstök börn". Félagið "Einstök börn" er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Félagið var stofnað 13. mars 1997 af foreldrum nokkurra barna en nú hefur félagið stækkað ört og eru hátt í 500 fjölskyldur í félaginu. Gjöfin var að upphæð 1,7 m. kr. Í Regluheimilinu í Hafnarfirði eru starfandi sjö Stúkur og þrennar Búðir. Fyrir hönd félagsins veittu gjöfinni viðtöku Ágúst Kristmanns sem er í stjórn félagsins og Guðrún Harðardóttir starfsmaður þess.