Oddfellowstúkan Sjöfn styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis
21.12.2022
Fréttir
Frá vinstri: Einar Hjartarson Sjöfn, Maron Björnsson KAON, Pétur Þór Jónasson KAON og Egill Áskelsson Sjöfn.
Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri veitti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis (KAON) 700 þúsund króna styrk í tilefni 70 ára afmælis félagsins fyrr á árinu.
Styrkurinn var afhentur í Regluheimilinu við Sjafnarstíg og sagði Einar Hjartarson formaður líknarsjóðsnefndar Sjafnar að Regludeildin hefði á undanförnum árum styrkt félagið með myndarlegum hætti, enda starfsemin afar mikilvæg.
Pétur Jónsson stjórnarmaður í KAON þakkaði Sjöfn fyrir myndarlegan styrk og sagði hann koma að góðum notum.
Karl Eskil Pálsson