Oddfellowreglan tekur höndum saman

 



Stækkun húsnæðis Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar krabbameinsgreindra við Langholtsveg 43 um 113 fm. 
Heildarkostnaður áætlaður um 50 mkr. 


Tækjakaup til Sjúkrahússins á Akureyri
Heildarkostnaður áætlaður um 16 mkr.

 Ákvörðun um verkefnin liggja hjá stúkunum með stuðningi frá StLO og eru í nafni Oddfellowreglunnar á Íslandi undir stjórn StLO. Verkefnið, sem snýr að stækkun húsnæðis Ljóssins við Langholtsveg 43 í Reykjavík um 113 fm., er viðamikið verkefni sem kemur frá bræðrum í st. nr. 9, Þormóði goða og afar ánægjulegt ef af yrði.

 Á næstu vikum verða verkefnin kynnt eins og kostur er og þess vænst að stúkur taki málið fyrir og samþykki fjárframlag þeim til framgangs og tilkynni framkvæmdaráði um framlag sitt á netfangið: stlo@oddfellow.is              Framlög leggist inn á reikning StLO : 0101-15-630950  kt. 440692-2069

Framkvæmdaráð StLO óskar Reglusystkinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Með systur- og bróðurlegum kveðjum í v. k. & s.
Framkvæmdaráð StLO