Oddfellowreglan styrkir Hjálparstarf kirkjunnar árið 2012
Fulltrúar stúkna sem styrktu Hjálparstarfið með einni milljón króna eða meira tóku til máls. Str. Sigþrúður
F.v. Jónas Þ. Þórisson forstjóri Hjálparstarfs Kikjunnar, |
Gestir við afhendingu styrksins |
Ingjaldur Ásvaldsson formaður stLo ávarpar samkomuna |
Hávl. stórsír Stefán B. Veturliðason flutti ávarp og fór nokkrum orðum um upphaf Reglunnar á Íslandi og sagði m.a. Í Oddfellowreglunni er samstaða og samhugur lausnarorðið sem byggir á einkunnarorðum Reglunnar sem eru: vinátta, kærleikur og sannleikur. Þó Oddfellowreglan vinni vel að mannúðar- og líknarmálum, er hún hún fyrst og fremst mannræktarfélag og vill efla mátt okkar Reglusystkina til að gera það sem er gott og fagurt og glæða með okkur hið sanna bróður og systurþel. Í máli hávl. stórsírs kom einnig fram að Reglan væri ríkari eftir þær miklu gjafir sem hún hafi látið af hendi rakna á árinu 2012.
Góður andi ríkti við afhendingu styrkjanna og sérstaklega í ljósi þess að Biskupinn yfir Íslandi og hávl stórsír eru bæði sveitungar frá Ísafirði þar sem þau ólust upp öll sín æsku og ungdómsár. Þau minntust bæði þessa tíma með ánægju og gleði í ávörpum sínum og það var ljóst að þessi stund var þeim báðum verðmæt ekki síður en Oddfellowereglunni og Kirkjunni.
Ásm.Fr.