Oddfellow.is opnuð formlega
Síðan hefur verið endurgerð frá grunni einsog kemur fram í annarri frétt hér á síðunni.
Þá var kynnt tilboð frá Stefnu ehf á Akureyri um vistun og hönnun á heimsíðum regludeilda og er það von stjórnar stórstúkunnar að regludeildir bregðist við og ráðist í hönnun á heimasíðum sínum einsog kom fram í máli Stórsís þegar hann ávarpaði fundargesti við opnun heimasíðunnar
Tilboð Stefnu ásamt hugmynd að útliti er á Innri síðu heimasíðunnar. Til að komast á hana þarf lykilorð sem umsjónarmenn heimasíðna stúkna fengu að vita á fundinum.
Vefstjóri gefur frekari upplýsingar um tilboðið og aðstoðar reglusystkin eftir þörfum
|
|
Fulltrúar 25 regludeilda sátu fundinn og var gerður góður rómur að nýju heimasíðunni og ljóst að margar stúkur hafa mikinn áhuga á að endurgera sínar heimsíður eða búa til nýjar frá grunni.
Páll Ketilsson formaður ritnefndar stýrði fundi og vefstjóri, Jóhann P. Jónsson fór yfir nokkur atriði á nýrri síðu og sagði frá undirbúningsvinnu síðunnar.