Oddfellowhúsið á Selfossi
18.05.2010
Fréttir
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Oddfellowhúsinu á Selfossi sl. ár og er nú frágangur utanhúss á lokastigi.
Aðeins á eftir að klæða lítinn hluta af vesturhlið setja nýja útidyrahurð og ljúka við gangstétt. Þessu verður lokið á næstu dögum og þar með er öllu lokið utanhúss.
Síðasti fundur á þessu vori var haldinn í síðustu viku og þá var hafist handa við að hreinsa allt út úr gamla veislusalnum. Í sumar er ætlunin að ljúka öllum framkvæmdum innanhúss, nema sjálfum stúkusalnum, hann bíður síðari tíma. Allt annað verður nýtt og endurbætt, bæði untanhúss og innan.