Oddfellowar styrkja kvennathvarfið
Hátíðarstund var í framtíðarstofu Tækniskólans í gær þegar undirritaður var verksamningur vegna nýbyggingar áfangaheimilis Kvennaathvarfsins og samningur vegna fjármögnunar framkvæmda með styrktaraðilum en Oddfellowreglan styður verkefnið með fjármögnun á tveimur íbúðum.
Fyrri hönd Oddfellowreglunnar voru viðstaddir á þessum tímamótum, stjórn framkvæmdaráðs Styrktar- og líknarsjóðs ásamt fulltrúum úr stjórn Stórstúkunnar.
„Það hefur verið markmið verkefnisins alla tíð að við getum boðið upp á leigu með því besta sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu fyrir konurnar sem til okkar leita og börnin þeirra,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastýra Vonar um betra líf. „Þessar konur og börn eru þær fjölskyldur sem hafa verið í hvað erfiðastri stöðu á húsnæðismarkaði.“
Framkvæmdir hefjast 1. febrúar 2020 og er áætlað að þeim ljúki sumarið 2021.