Nýr skrifstofustjóri Reglunnar
Br. Jóhann Pétur Jónsson |
Br. Jóhann vígðist í st. nr. 3 Hallveigu 5. mars 1984 og hefur því verið félagi í Oddfellowreglunni í 30 ár.
Hann var einn stofnanda st. nr. 20 Baldurs og yfirmeistari stúkunnar 2006 – 2008, varastórfulltrúi stúkunnar 2009-2013 og stórfulltrúi frá
2013.
Br. Jóhann var kallaður til Ob. nr. 1 Petrusar 1999, fékk Stórstúkustig 2009 og verið félagi í PM Canton nr. 1, Njáli frá
2010 .
Fyrir Stórstúkuna hefur br. Jóhann setið í stjórn Reiknistofu Reglunnar frá 2009 og haft umsjón með vef Stórstúkunnar frá
sama tíma.
Br. Jóhann hefur frá árinu 1975 verið starfsmaður Olíufélagsins og síðar N1, fyrst sem starfsmaður og deildarstjóri Tölvudeildar,
deildarstjóri Markaðs- og kynningardeildar, Rekstrarstjóri Þjónustustöðva og nú síðast sérfræðingur á
viðskiptaþróunardeild.
Br. Jóhann er stúdent frá Menntaskólanum við Tjörnina, stundaði síðan nám í viðskiptafræði (HÍ), ýmis
námskeið í kerfisfræðum og forritun (IBM skólinn) og nám í Markaðs- og útflutningsfræðum frá (HÍ)
Stjórn Stórstúkunnar býður br. Jóhann Pétur velkominn til starfa.