Nýr ritstjóri Oddfellowblaðsins

Stórsír með nýjum og fráfarandi ritsjóra
Stórsír með nýjum og fráfarandi ritsjóra
Br. Þröstur tekur við ritstjórapennanum úr hendi br.
Jóhanns Gunnars
Ritnefnd fagna nýjum ritstjóra. Fv. Páll Ketilsson,
Þröstur Emilsson, Inga Lóa Guðmundsdóttir,
Ásgerður Geirarðsdóttir Jens Kristmannsson

Þröstur hefur víðtæka reynslu  í fjölmiðlun, Starfaði lengi vel sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður  á RÚV. Þá  starfaði hann sem fréttastjóri hjá Fréttablaðinu  var ritstjóri á visir.is, mbl.is og  fleiri fjölmiðlum. Þröstur starfar nú sem framkvæmdastjóri  hjá ADHD samtökunum
Um leið og br. Þröstur var boðinn velkominn  til starfa, var fráfarandi ritstjóra Jóhanni Gunnari Arnarsyni þökkuð    vel unnin störf sem ritsjóri  en br. Jóhann Gunnar hefur  ritstýrt Oddfellowblaðinu í 10 ár og urðu miklar breytingar á  útliti og efnistökum  blaðsins við með tilkomu Jóhanns Gunnars í ritstjórastól. 
Á fundinum voru ræddar ýmsar hugmyndir um framtíð Oddfellowblaðsins  sem tíminn leiðir í ljós hverjar verða.