Ný bæðrastúka á Suðurlandi.
Þann 25. apríl n.k. verður St.nr.28, Atli I.O.O.F. stofnuð að Stjörnusteinum, regluheimili Oddfellow á Selfossi. Stofnun stúkunnar hefur verið alllengi í undirbúningi, fyrir forgöngu nokkurra fyrrum meistara og bbr. í St.nr.17, Hásteinn I.O.O.F.
Undirbúningshópur stúkustofnunar er skipaður eftirtöldum br.:
Ym. Þröstur Hafsteinsson
Um. Karl Jóhannsson
Rit. Börkur Brynjarsson
Gjk. Birkir Pálsson
Féh. Ólafur Hallgrímsson
St.fm. Guðmundur Búason
Þann 25. apríl 1992 voru St.nr.17 Hásteinn I.O.O.F. og Rb.st.nr.9 Þóra I.O.O.F. stofnaðar í Oddfellowhúsinu í Reykjavík og verður því nýja stúkan stofnuð á 21 árs afmæli þeirra. Regluheimili þeirra, Stjörnusteinar er á Selfossi. Stúkurnar draga nöfn sín af landnámshjónunum Hásteini Atlasyni og Þóru Ölvisdóttur, en þau námu land á Suðurlandi og byggðu sér bústað að Stjörnusteinum á Stokkseyri. Hásteinn og Þóra eignuðust tvo syni, Atla og Ölvir. Ölvir lagðist ungur í víking, fór utan og átti ekki afturkvæmt til Íslands. Atli auðgaðist hins vegar mjög og bjó í Traðarholti, eins og lesa má um í Flóamannasögu. Einn af afkomendum Atla Hásteinssonar er Þorlákur helgi,biskup. Regluheimili St.nr.28 Atli I.O.O.F. verður að Stjörnusteinum og stúkan verður stofnuð þar, sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2013.