Nemendur frá FVA fulltrúar Íslands í United Nations Pilgrimage of Youth
Ástæðan fyrir því að nemendur FVA fá þetta tækifæri núna er að regludeildir innan Oddfellowreglunnar á Íslandi skiptast á að sjá um þetta starf og komið var að tveimur regludeildum á Akranesi, sem heita Oddfellowbúðir nr. 4 Borg og Rebekkubúðir nr. 4 Brák. Árlega eru tveir þátttakendur sendir frá Íslandi en aðrir þátttakendur koma frá hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna, hinum Norðurlöndunum og öðrum Evrópulöndum. Samtals eru þátttakendur 2-300 manns, ungmenni og fararstjórar.
Á myndinni frá vinstri : vinningshafarnir Bergsveinn Logi Ríkharðsson og Aðalbjörg Egilsdóttir, Bergþór Guðmundsson höfuðpatríarki Ob. nr. 4 Borg, Jóna María Kjerúlf 2. matríarki Reb.b. nr. 4 Brák og Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari FVA
Þau sem valin voru til þátttöku fara í 11 daga skipulagða ferð um Bandaríkin og Kanada dagana 8.-18. júlí 2017, þar sem hápunkturinn er heimsókn til Sameinuðu þjóðanna í New York. Flogið er til Philadelphia, þaðan haldið með rútu til New York þar sem stoppað er í 3 daga, síðan er Washington heimsótt og í Kanada eru viðkomustaðirnir Ottawa og Toronto.
Hjá Sameinuðu þjóðunum í New York fá þátttakendur kynningar á starfsemi og hlutverki samtakanna, fara í skoðunarferðir og svo er haldin ræðukeppni meðal þátttakenda.
Hingað til hafa nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, Flensborg, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Akureyri verið fulltrúar Íslands í svona ferðum en núna er komið að Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Íslenskur fararstjóri, sem var einnig í valnefndinni, fylgir íslensku þátttakendunum í ferðinni og er það Ása Kristín Margeirsdóttir kennari úr Reykjanesbæ.
Nemendur sem voru með bestu ritgerðirnar eru í stafrófsröð:
Aðalbjörg Egilsdóttir
Bergsveinn Logi Ríkharðsson
Guðbjörg Halla Arnardóttir
Gunnar Jóhannesson
Gyða Kolbrún Hallgrímsdóttir
Irma Alexandersdóttir
Jón Mýrdal Böðvarsson
Júlía Rós Þorsteinsdóttir
Kristmann Dagur Einarsson
Sólveig Erla Þorsteinsdóttir
Valin sem fulltrúar Íslands í ferðinni árið 2017 eru:
Aðalbjörg Egilsdóttir
Bergsveinn Logi Ríkharðsson
Oddfellowreglan og Fjölbrautaskóli Vesturlands óska öllum þeim sem skiluðu bestu ritgerðunum til hamingju með góða verkefnavinnu og sérstaklega þeim sem valin voru til að taka þátt í verkefninu. Aðalbjörgu og Bergsveini er óskað góðrar ferðar, góðrar skemmtunar og ekki síst góðrar viðbótar í reynslubankann.