Minnisvarði afhjúpaður við Vífilsstaðaspítala
06.09.2010
Fréttir
Minnisvarðinn afhjúpaður, frá vinstri Lárus Helgason læknir, Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar og hönnuðirnir Jón Otti Sigurðsson og Þorkell Gunnar Guðmundsson.
Í tilefni 100 ára afmælis Vífilsstaðaspítala, sem minnst var með hátíðardagskrá á Vífilsstöðum helgina 4. og 5. september sl., afhenti Oddfellowreglan á Íslandi minnisvarða að gjöf, en Reglan átti stóran þátt í spítalinn var reistur á sínum tíma.
Stefán B. Veturliðason, stórsír Oddfellowreglunnar á Íslandi og Lárus Helgason læknir afhjúpuðu minnisvarðann, sem samanstendur af þremur stuðlabergssteinum, sem standa fyrir einkunarorð Oddfellowreglunnar, en hönnuðir minnisvarðans eru br. Jón Otti Sigurðsson, sem var fulltrúi Reglunnar í afmælisnefndinni, og Þorkell Gunnar Guðmundsson.