Með hækkandi sól - tóneikar Hallveigarsona

Hallveigasynir
Hallveigasynir

Árlegir vortónleikar Mannúðarsjóðs St. nr. 3 Hallveigar ,,Með hækkandi sól" verða haldnir í Salnum í Kópavogi kl. 14:00 og 16:30, laugardaginn 16. apríl n.k.

Hér er um að ræða einstaka söngskemmtun þar sem gleði og léttleiki verða í fyrirrúmi. Kór Hallveigarbræðra syngur hressileg lög auk þess sem fjöldi þjóðþekktra listamanna koma fram. Miðasala gengur mjög vel og lýkur um leið og uppselt verður. Við hvetjum bræður og systur að láta ekki góða skemmtun framhjá sér fara og festa sér miða í tíma. Tengiliður vegna miðasölu er Bragi Ragnarsson br@brimhf.is .