Landsmót Oddfellowa í golfi - Urriðavöllur þann 20.08.2016
KEPPENDUR ATH: RÁSTÍMASKRÁNING ER Í TVENNU LAGI.
ANNARS VEGAR Á TEIGUM 1 OG 10 FRÁ KL: 7:00 - 9:00 OG HINS VEGAR EFTIR HÁDEGI Á TEIGUM 1 OG 10 FRÁ KL. 12:00 - 14:00.
Mótið er 18 holu punktakeppni með og án forgjafar. Hámarksforgjöf kvenna er 32 og karla 28
Keppt er í kvenna og karlaflokki. Keppnisrétt hafa allir Oddfellowar og makar þeirra.
Sveitakeppni stúkna er feld inn í mótið. Þrír bestu með forgjöf telja í hverri sveit.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin án forgjafar í báðum flokkum.
Verðlaun eru veitt fyrir þrjú efstu sætin með forgjöf í báðum flokkum.
(kylfingar sem vinna verðlaun án forgjafar geta ekki tekið verðlaun í flokki með forgjöf).
Nándarverðlaun eru veitt á öllum par 3 holum vallarins. 4.8.13. og 15.
Lengsta teighögg kvenna á 3. braut og karla á 11. braut.
Verðlaun fyrir efstu sæti bæði hjá Rebekku- og bræðrastúkum í sveitakeppni.
Mótsgjald er kr. 7000
Greiða þarf mótsgjald fyrir 2. ágúst í afgreiðslu Urriðavallar. S: 565:9092
Eftir þann tíma verður ógreidd skráning tekin út og úthlutað af biðlista.
Ekki verður hægt að afskrá sig eftir að mótsgjald er greitt en leyfilegt er að úthluta skráningu sinni til bróður eða systur.
Mikið hefur verið um það undanfarin ár að menn og konur skráð sig og síðan gleymt að láta vita um forföll eða hreinlega ekki mætt.
Munum að Landsmótið okkar er líka styrktarmót svo við vonum að þið hafið skilning á því að við verðum hafa þennan háttinn á.
Glæsilegt lokahóf um kvöldið.
Dagskrá.
Kl. 18:00. Tekið á móti gestum með fordrykk.
Kl. 18:00 19:45. Vippkeppni í boði Gámaþjónustunnar. Góð verðlaun í boði.
Kl. 18:00 19:45. Púttkeppni í boði Örninn golfverslun. Góð verðlaun í boði.
Happadrættisúrdráttur: Dregið verður úr nöfnum viðstaddra gesta.
Frá kl. 18.00 verða ýmsar uppákomur á dagskrá sem mun gefa möguleika á góðum verðlaunum fyrir góða spretti. (Ekki endilega fjöldi högga heldur einnig tilþrif).
Tónlistaratriði og skemmtiatriði frá bræðrum og systrum.
Verðlaunaafhending er fyrir og inn á milli rétta og atriða.
Matur verður síðan borinn fram og byrjað verður að snæða kl:20:00.