Landsmót Oddfellowa í golfi og sveitakeppni stúkna á Urriðavelli laugardaginn 14. ágúst 2010.
Vegna mikillar þátttöku í fyrra, þar sem einhverjir urðu
frá að hverfa, verður ræst út á tveimur teigum svo unnt sé að fjölga þátttakendum, einnig er ræst út tvisvar annarsvegar
milli 6:30 og 8:30 og hins vegar milli 11:30 og 13:30.
Dagskrá.
Föstudagur 13. ágúst.
Kl. 20:00 Samvera og afhending mótsgagna í golfskála.
Laugardagur 14. ágúst. - ATH tvö rástímabil
í boði þennan dag.
Kl. 06:30 – 08:30 - ræst út frá 1. og 10. teig. - Við skráningu er það
hringur 1 sem er
valinn til
skráningar
Kl. 11:30 – 13:30 – ræst út frá 1. og 10. teig. - Við
skráningu er það hringur 2 sem
valinn er til
skráningar
Kl. 19.30 - Húsið opnað – létt spjall
Kl. 20:00 - Kvöldverður skemmtiatriði og verðlaunaafhending í golfskálanum.
Verðskrá.
Mótsgjald kr.
3.000-
Kvöldverður kr. 3.600-
Skráning er hafin á golf.is og á Urriðavelli í síma 565 9092
Vegna undirbúnings veitingaaðilans og
takmarkaðs fjölda í kvöldverð þarf að skrá sig sérstaklega í s. 565 9092 og staðfesta pöntunina.
Leikfyrirkomulag.
Mótið er 18 holu punktamót með og án forgjafar,
hámarksforgjöf er
28 fyrir karla og 32 fyrir konur.
Karlar leika af gulum teigum og konur af rauðum.
Þátttökurétt hafa allir Oddfellowar og makar þeirra.
Keppt er í
kvenna-og karlaflokki.
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin án forgjafar í báðum flokkum.
Verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf í báðum flokkum.
Kylfingar sem vinna til verðlauna án forgjafar taka ekki verðlaun með forgjöf.
Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum, og fyrir
lengsta teighögg karla og kvenna
á 18. braut.
Sveitakeppni stúkna er felld inn í mótið. Þrír bestu með forgjöf telja í hverri sveit.
Verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði hjá Rebekku-og bræðrastúkum.
Vegleg verðlaun og dregið úr skorkortum
Mótstjórn: Páll Jóhannsson og Ingjaldur Ásvaldsson
Dómari:
Jóhann Pálsson