Jólaheimsókn Petrusar til Hjálpræðishersins
21.12.2010
Fréttir
Það er orðin árleg hefð fyrir því að félagar úr Ob. nr. 1, Petrusi, bregði sér af bæ á aðventunni og
heimsæki nágranna sína í Hjálpræðishernum.
Ekki var brugðið út af þeim vana þriðjudaginn 22. desember sl., að loknum jólafundi Petrusar. Kom Petrus þar færandi hendi og fékk höfðinglegar móttökur að venju. Flutt voru ávörp og sungnir jólasálmar og bauð Hjálpræðisherinn upp á rjúkandi súkkulaði og piparkökur. Var mál manna að vel hefði til tekist að vanda.