Heimsókn norsku Stórstúkustjórnarinnar til Íslands

Árný J. Guðjohnsen, Stefán B. Veturliðason, Morten Buan, Tove Aalborg.
Árný J. Guðjohnsen, Stefán B. Veturliðason, Morten Buan, Tove Aalborg.

Dagana 4.-7. nóvember 2010 kom stjórn norsku Stórstúkunnar í heimsókn til Íslands. Áttu Norðmennirnir fund með nokkrum stjórnarmönnum Stórstúku Íslands, föstudaginn 5. nóvember í Oddfellowhúsinu í Vonarstræti 10 í Reykjavík.

 

 

Stefán B. Veturliðason, tekur við gjöf frá norsku

Stórstúkustjórninni sem Morten Buan, afhenti.

Norðmennirnir áttu hugmyndina að þessari heimsókn og vildu þeir með henni koma á frekari kynnum milli þessara tveggja Stórstúkustjórna, kynnast starfsemi Reglunnar hér á landi og kynna starfið í Noregi. Allir norsku stjórnarmennirnir voru með í ferðinni, en þeir eru: stórsír, Morten Buan, varastórsírar Tove Aalborg og Per-Arne Vidnes, stórritarar Svanhild Sandem og Steinar Janssen, stórféhirðar Svanhild Ljösland og Thor Eliassen. Ýmis málefni varðandi starfsemi Reglunnar í þessum tveimur löndum voru rædd á fundinum, svo sem Reglustarfið almennt, búðastarfið, fræðslumál, skráning upplýsinga í gagnagrunn og efni á heimasíðu. Þóttu þær upplýsingar sem fram komu á þessum fundi vera mjög gagnlegar fyrir stjórnarmenn og hugsanlegt að ýmislegt sem þar kom fram verði uppspretta frekari þróunar í starfsemi Reglu beggja landa.

 

 

Eftir formlegan fund stjórna Stórstúku Noregs og Íslands voru gestunum sýnd húsakynni Reglunnar í

Nokkrir stjórnarmenn íslensku Stórstúkunnar ásamt

stjórnarmönnum norsku Stórstúkunnar og mökum.

Vonarstræti.

Stjórnarmenn norsku Stórstúkunnar voru með maka sína með í för auk þess sem með stórsírshjónunum voru þrjú börn þeirra hjóna. Auk þessa formlega fundar stjórnarmannanna veittist tækifæri til þess að allur hópurinn hittist, þ.e. stjórnarmenn beggja landa ásamt mökum og börnum norska stórsírsins. Með þessari heimsókn hafa tekist góð kynni milli stjórnarmanna Stórstúkna Íslands og Noregs sem vonandi eiga eftir að eflast enn meira á komandi árum. Ávallt er fróðlegt og gagnlegt að heyra um starfsemi Reglunnar í öðrum löndum og munu þessi kynni sem komið var á milli stjórnarmanna með þessari heimsókn án vafa verða til þess að efla Oddfellowstarfið í báðum þessum löndum.