Hallveigarbræður halda söngskemmtun í Salnum

Sönskemmtun í Salnum á vegum Hallveigarbræðra
Sönskemmtun í Salnum á vegum Hallveigarbræðra

Með vorkomunni léttist lundin og geðið hýrnar.  Þörfin á mannúðarhugsjónum okkar Oddfellow-systra & bræðra er þó í engu bundin árstíðum, heldur ævarandi.  Nauðsyn fyrir framlag okkar til samfélgshjálpar hefur jafnvel aukist til muna á síðustu árum.  Sjá dagskrá

Ágætu reglusystkin.

 

   Með vorkomunni léttist lundin og geðið hýrnar.  Þörfin á mannúðarhugsjónum okkar Oddfellow-systra & bræðra er þó í engu bundin árstíðum, heldur ævarandi.  Nauðsyn fyrir framlag okkar til samfélgshjálpar hefur jafnvel aukist til muna á síðustu árum.  

   Á sama tíma hafa sjóðir okkar staðið í stað og jafnvel rýrnað.  Reglusystkin hafa því brugðist við með því að leita fjár út fyrir eigin raðir og svo mun Mannúðarsjóður st. nr. 3, Hallveigar einnig gera.

   Undir yfirskriftinni, "Með hækkandi sól" stendur Mannúðarsjóður okkar fyrir glæsilegri tónlistardagskrá í Salnum í Kópavogi, þar sem nokkrir af okkar virtustu listamönnum koma fram, gegn sáralítilli þóknun og ber þá að hafa í huga að með því eru þeir að gefa ríkulega af launum sínum.

   Það er alkunna, að þegar dregur að lokum starfsárs regludeilda, eru Oddfellowar gjarnan að heimsækja hverir aðra og því viljum við Hallveigarbræður láta vita af þessari góðu skemmtun, svo hún þurfi ekki að fara fram hjá landsbyggðarstúkum og búðum, fremur en þeim á suð-vesturhorninu.

   Tónleikarnir verða haldnir laugardaginn 13. apríl kl. 17:00 og fer miðasala fram við innganginn, en tekið verður við pöntunum í netfanginu: https://postur.n1.is/owa/redir.aspx?C=quIiU374CUCaf0VOMuzEaX6Wp5T5_c9IW4UQ8eTgl_8kruAiXHdgqyTaqKNyYSSOVYkxT7Z2qKo.&URL=mailto%3aeirikur%40eden.is.

   Með bréfi þessu fylgir auglýsing, með nöfnum flytjenda og upplýsingar um verð, sem er kr. 3.000 á mann.